Innlent

Hjálparsveit skáta gagnrýnd vegna myndatexta

„Við erum búnir að biðja um breytingu á þessu,“ segir Hlynur Pálsson, starfsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík en myndatextar inn á síðu félagsins fóru fyrir brjóstið á lesendum. Þar stóð meðal annars undir mynd af hjálparsveitarkonu ásamt leitarhundi: Neyðarkelling og neyðartík (hvor er hvor?).

„Mér fannst þetta vera inn á gráu svæði," segir Hlynur sem sjálfur hafði lítinn smekk fyrir myndatextum höfundarins.

Hlynur segir að þetta hafi ekki gengið upp á opinberu svæði og því var myndatextanum breytt enda fengu þeir ábendingu þar sem þetta var gagnrýnt.

Annars hefur hjálparsveitin verið að selja Neyðarkallinn undanfarið og hefur sú sala gengið vonum framar. Almenningur hefur tekið vel í söfnunina og seldu björgunarsveitarmenn um 50 þúsund neyðarkalla en hver og einn kostar 1500 krónur. Söluátakið stóð yfir í þrjá daga en því er lokið nú. Björgunarsveitarmenn eru mjög þakklátir viðbrögðunum og hlýhug almennings í garð björgunarsveitanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×