Innlent

Flaug frá Íslandi til Skotlands á 14 tímum

Ekki er ljóst hvort Supersonic Bill sé á meðal svananna á myndinni.
Ekki er ljóst hvort Supersonic Bill sé á meðal svananna á myndinni. MYND/Vilhelm

Fyrsti svanurinn af fimmtíu sem útbúnir voru staðsetningartækjum í Skotlandi í byrjun ársins er snúinn aftur eftir ferðalag til Íslands. Svanurinn sem kallaður er Supersonic Bill var snar í snúningum, en hann flaug 800 kílómetra leið frá Íslandsströndum til Skotlands á 14 klukkutímum.

Á næstu dögum búast rannsakendur við því að félagar hans fylgi í kjölfarið en tilgangur verkefnisins er að kortleggja flugleið svananna þannig að fyrirhugaðar vindmyllur sem setja á upp við skotlandsstrendur verði þeim ekki hindrun í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×