Innlent

Seinkun og minna magn

landspítali Inniliggjandi með svína­flensu á Landspítala í gær var 31 sjúkl­ingur, þar af sjö á gjörgæslu.
landspítali Inniliggjandi með svína­flensu á Landspítala í gær var 31 sjúkl­ingur, þar af sjö á gjörgæslu.
Afhendingu bóluefnis gegn svínainflúensu hingað til lands hefur seinkað í þessari viku og auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins.

Af þessu leiðir að seinkað getur bólusetningu einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem ráðgerð hafði verið í þessari og næstu viku.

Þeir sem bókað hafa tíma í bólusetningu í þessari og næstu viku eru beðnir um að hafa samband við sína heilsugæslustöð um hugsanlega endurbókun á bólusetningunni.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×