Innlent

Hrotti játar að hafa ráðist á lögreglumann

Hinn tuttugu og sex ára gamli Björgvin Þór Kristjánsson játaði fyrir dómara í morgun að hafa brotið gegn valdstjórninni með því að hafa þann 1. apríl skallað lögreglumann á ennið þegar hann var við skyldustörf. Árásin átti sér stað fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar inni játaði Björgvin brot sín í morgun.

Hann játaði einnig að hafa haft rúmlega fjögur grömm af amfetamíni á sér. Svo játaði hann að hafa sex sinnum stolið bensíni frá Olís á Sæbraut en andvirði þess voru rúmlega 50 þúsund krónur.

Félagi hans, Kári Kristjánsson, mætti ekki fyrir dóm í morgun en hann er einnig ákærður fyrir að hafa skallað lögregluþjón sama dag og Björgvin Þór. Svo er hann ákærður fyrir að þjófnað og fíkniefnalagabrot.

Athygli vekur að Björgvin Þór Kristjánsson var dæmdur í janúar síðastliðnum í Héraðsdómi Austurlands í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás þegar hann ásamt öðrum manni, sem hlaut skilorðsbundna refsingu, að hafa lamið mann á Hornafirði.

Þá sviptu þeir hann frelsi, afklæddu hann og létu hann hlaupa nakinn í kringum hús. Auk þess sem þeir rifu eyrnalokk úr eyra fórnalambsins og hótuðu honum lífláti.

Þá varð Björgvin einnig dæmdur fyrir að skalla lögreglumann á ennið í fangaklefa á Hverfisgötunni í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×