Innlent

Lögreglan noti ekki rafbyssur

Þórunn sveinbjarnardóttir
Þórunn sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni hvatti í gær dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að lögregla beri rafbyssur. Ríkislögreglustjóri vill að sérsveitarmenn beri slík vopn en endanleg ákvörðun þar um hefur ekki verið tekin.

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, sagði ákvörðunina lögreglunnar en hennar vilji stæði til að ákvörðun yrði tekin með upplýstum hætti, eins og hún orðaði það.

Benti Þórunn á að á síðustu átta árum hefðu 300 manns látist í Bandaríkjunum eftir að hafa hlotið stuð úr rafbyssu.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×