Innlent

Eiginkona bæjarstjórans íhugar framboð á Ísafirði

Guðfinna Hreiðarsdóttir
Guðfinna Hreiðarsdóttir

Sagnfræðingurinn Guðfinna Hreiðarsdóttir íhugar að gefa kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði samkvæmt vefnum Bæjarins bestu. Athygli vekur að Guðfinna er eiginkona Halldórs Halldórssonar sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér fyrir næstu sveitastjórnakosningar.

Í viðtali við Bæjarins bestu segir Guðfinna: „Þetta hefur verið nefnt við mig og ég er að hugsa málið, en hef ekki tekið neina ákvörðun."

Þá virðast gárungarnir á Ísafirði finnast hugsanlegt framboð hennar líkjast Clinton hjónunum, en Hillary Clinton gaf kost á sér sem forsetaefni Demókrata en beið í lægri hlut fyrir Barack Obama.

Þessu gríni svara Guðfinna: „Ef það á að fara að líkja mér við Hillary Clinton, þá segi ég nú bara að það er ekki leiðum að líkjast. Ég geri ráð fyrir að ég sé hvorki betri né verri frambjóðandi þótt ég sé gift bæjarstjóranum."

Lesa má viðtal bb.is hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×