Innlent

Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku víðast hvar í borginni. Að sögn varðstjóra er ástandið mjög varhugavert og brýnir hann fyrir ökumönnum að fara varlega á leið til vinnu sinnar. Nú þegar hefur verið tilkynnt um eitt minni háttar umferðaróhapp sem rekja má til hálkunnar og má fastlega búast við því að fleiri fylgi í kjölfarið. Verið er að salta göturnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×