Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2009 18:45 Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira