Fleiri fréttir

Blæs lífi í laskaðan markað

Skráning fyrirtækja sem bankarnir hafa tekið yfir að öllu leyti eða að hluta getur verið ágæt lausn, að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Hættir störfum fyrir sjómenn

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í gær af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Félag skipstjórnarmanna og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FSSÍ).

Íranar sýna enga samvinnu

„Við erum í raun komin í blindgötu, nema Íranar taki upp fulla samvinnu,“ sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.

Þvertaka fyrir málþóf

Fullkomin óvissa ríkir um hvenær fjárlög og skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar koma á dagskrá Alþingis vegna togstreitu stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um Icesave. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um Icesave fyrir hálftómum sal í rúmlega þrjátíu klukkustundir.

Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík

Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.

Á níræðisaldri og þefaði upp heitt vatn fyrir 500 heimili

Landeigandinn á Auðnum á Vatnsleysuströnd, Jakob Árnason, boraði niður á heitt vatn í vikunni en talið er að hann geti hitað upp allt að fimmhundruð heimili með orkunni sem hann fann. Athygli vekur að Jakob er orðinn 83 ára gamall.

Mesta tækjagræjan á veiðar við Noregsstrendur

Stærsti plastbátur, sem smíðaður hefur verið hérlendis, kom í dag út úr bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Þrír Íslendingar ætla að gera hann út á línuveiðar við Noregsstrendur.

Kátir kvennabósar

Kvennabósar í Suður-Kóreu eru nú giska kátir eftir að fimmtíu og sex ára gömul lög voru felld úr gildi þar í landi.

Ósátt sóknarbörn afhentu undirskriftalista

Sóknarbörn á Selfossi mættu á Biskupsstofu í dag og afhentu undirskriftir bæjarbúa sem krefjast þess að fá að kjósa sér sóknarprest. Þau segja Selfyssinga eiga það skilið eftir allt það sem á undan er gengið í sókninni.

Háhyrningar elska hákarlalifur

Nýsjálenskur vísindamaður segir að fullorðnir háhyrningar í mörgum háhyrningavöðum í heimshöfunum hafi lært að drepa hákarla til þess að éta úr þeim lifrina sem þeim þykir mesta lostæti.

Segir bókfært tap vera 4 milljarðar króna

Meirihlutinn í Reykjavík fór með rangt mál þegar virði Magma tilboðs var sagt 6,31. Niðurfærslur samkvæmt árshlutauppgjöri OR samsvara genginu 5,4 á hlut. Þetta segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Allir út að drekka bjór

Kráareigendur og bruggarar í Bretlandi hafa tekið höndum saman til þess að bjarga þeirri merku stofnun Pöbbar Bretlands.

Póst og fjarskiptastofnun vinnur að gerð reiknivélar

Póst og fjarskiptastofnun vinnur að gerð og birtingu reiknivélar fyrir neytendur. Sú reiknivél er ekki tilbúin og hefur ekki verið birt. Stofnunin hefur haft samráð við fjarskiptafyrirtækin um gerð hennar, segir í yfirlýsingu sem Póst og fjarskiptastofnun hefur sent fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis vegna frétta af úttektum og reiknivélum Póst og fjarskiptastofnunar.

Þeir eru komnir

Vísindamenn við Geimrannsóknadeild búlgörsku Vísindaakademíunnar segja að geimverur séu nú þegar meðal jarðarbúa og fylgist vel með því hvað maðurinn sé að gera.

Hafa rannsakað 250 mál frá bankahruni

Samkeppniseftirlitið hefur gert fjórar húsleitir frá bankahruninu í fyrra. Ein húsleitanna varðar grun um misnotkun á markaðsráðandi stöðu og þrjár varða grun um ólögmætt samráð.

Robbie meinti ekkert með því

Poppgoðið Robbie Williams var bara að grínast þegar hann bað kærustu sína að giftast sér í beinni útsendingu í áströlskum útvarpsþætti. Það segir allavega umboðsmaður hans.

Fleiri en 7000 skora á forsetann í Icesave málinu

Rúmlega 7000 Íslendingar hafa ritað nafn sitt undir áskorun til forseta Íslands um að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar, þannig að þau verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fréttatilkynningu frá InDefence, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni, segir að þessi mikli áhugi almennings sýni að Icesave málið brenni enn á mörgum Íslendingum og hljóti að vekja athygli stjórnvalda.

Ágúst verður áfram á Bifröst

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, mun gegna áfram starfi rektors við skólann þrátt fyrir að ráðningartímabil hans renni út um miðjan janúar. Þetta segir Andrés Magnússon, formaður stjórnar skólans, í samtali við Vísi.

Meðallaun hafa lækkað á Landspítalanum

Meðallaun allra stétta á Landspítalanum, nema þeirra lægstlaunuðu, hafa lækkað á þessu ári, segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans, í pistli á vef spítalans.

Sjómenn mótmæla afnámi sjómannaafsláttar

Stjórn Sjómannafélags Íslands mótmælir áformum um afnám sjómannaafsláttar og hvetja sjómenn til að sigla í land verði áformin að veruleika. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að sjómannaafsláttur verði afnuminn i skrefum frá og með árinu 2011.

Samfélagssjóður Alcan veitir 9,3 milljóna króna styrk

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Alcan vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá maí síðastliðnum til og með október. Sjóðurinn veitir 29 styrki að þessu sinni, samtals að fjárhæð samtals kr. 9,3 milljónir króna. Alls bárust 70 umsóknir.

Nemendur Árskóla mynduðu friðarkeðju

„Friður sé með þér“ hljómaði mörg hundruð sinnum í morgun þegar nemendur, starfsfólk og foreldrar nemenda við Árskóla mynduðu friðarkeðju upp eftir öllum Kirkjustígnum við Nafirnar á Sauðárkróki.

Áhersla lögð á að klára Icesave fyrir mánaðamót

Greiðsluskylda Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave varð virk fyrir rúmum mánuði og segir fjármálaráðherra mikilvægt að klára afgreiðslu Icesave í þessum mánuði. Ekki sér hins vegar fyrir endann á ræðum stjórnarandstöðunnar um málið.

Leggur til að héraðsdómurum verði fjölgað um fimm

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra kynnti frumvarp um tímabundna fjölgun dómara og aðstoðarmanna í ríkisstjórn í morgun. Lagt er til að héraðsdómurum verði fjölgað úr 38 í 43.

Bóluefnið búið í bili

Nær ekkert er eftir af bóluefni gegn svínaflensu í landinu og tefst því almenn bólusetning. Sóttvarnarlæknir vinnur að nýrri viðbragðsáætlun vegna þessa.

Vill að forseti Alþingis taki landráðabrigsl til skoðunar

Jóhanna Sigurðardóttir vill að forsætisnefnd Alþingis taki það til sérstakrar umræðu hversu oft ráðherrar í ríkisstjórninni hafi verið brigslaðir um landráð og að hafa ekki gætt hagsmuna Íslendinga í Icesave deilunni. Þetta sagði Jóhanna í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.

Ævintýraleg ganga um Laugardalinn á morgun

Ljómandi borg býður borgarbúum í ævintýralega göngu næstkomandi laugardagskvöld, 28. nóvember. Þá mun lýsingarhönnunarhópurinn Guerilla Lighting leiða fólk um Laugardalinn og verða valdar byggingar og staðir upplýstir á nýstárlegan hátt.

Ólafi Ragnari boðið til Indlands

Forseti Indlands Pratibha Patil og indversk stjórnvöld hafa boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að koma í opinbera heimsókn til Indlands dagana 14.-18. janúar næstkomandi.

Köstuðu bensínsprengjum á lögreglustöðina í Borgarnesi

Fjórir ungir menn reyndu í nótt að kveikja í lögreglustöðinni í Borgarnesi. Þeir hentu bensínsprengjum að stöðinni eða svokölluðum mólótov-kokteilum. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist því önnur sprengjan sprakk ekki og hin brann upp án þess að eldurinn næði að læsa sig í húsið.

Gunnar Birgisson stefnir flokksbróður sínum

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að stefna Þórarni Ævarssyni flokksbróður sínum og íbúa á Kársnesi.

Leitað að manni í Mývatnssveit í nótt

Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til þess að leita að manni í Mývatnssveit. Tilkynningin barst um klukkan tvö og var maðurinn sem er á tvítugsaldri, kominn í leitirnar um klukkan fimm.

Sjúkrahús dauðans í Basildon

Áætlað er að allt að 400 sjúklingar á háskólasjúkrahúsinu í Basildon á Englandi látist ár hvert vegna ónógrar umönnunar, ófullnægjandi hreinlætis og vanhæfra stjórnenda.

Sjómannaafslátturinn afnuminn í þrepum

Steingrímur J. Sigfússon lagði í gærkvöldi á Alþingi fram tvo svokallaða bandorma um tekjuöflun ríkisins. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir hinum áður boðaða þriggja þrepa tekjuskatti auk þess sem sjómannaafslátturinn svokallaði verður afnuminn í skrefum á fjórum árum frá og með 2011.

Níu þúsund hafa skráð sig til stuðnings SÁÁ

Viku eftir að söfnun undirskrifta hófst hafa 9.000 manns skrifað undir áskorun til þingmanna um að skerða ekki famlög til áfengismeðferðar SÁÁ. Í áskoruninni kemur fram að SÁÁ hafi nú þegar skorið niður kostnað vegna samdráttar í framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Salahi-hjónin eru vanar boðflennur

Hjónin sem laumuðu sér óboðin í hátíðarkvöldverð í Hvíta húsinu á þriðjudaginn, og fréttastofan greindi frá í gær, eru að öllum líkindum ekki byrjendur í faginu.

Tungláætlun Kínverja í fullum gangi

Kínverjar hyggjast senda annað könnunarfar til tunglsins í október á næsta ári en fyrra könnunarfar þeirra, Chang-e-1, skall á yfirborði tunglsins í mars á þessu ári eftir sextán mánaða könnunarflug.

Þrír teknir við innbrot í Grindavík

Lögreglan á Suðurnesjum stóð í nótt þrjá unga menn að innbroti í Grindavík. Tveir mannanna höfðu brotið rúðu tískuvöruverslunar í verslunarmiðstöð og farið þar inn en sá þriðji beið í bifreið fyrir utan.

Icesave tefur afgreiðslu skattamála

Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og var þá umræðu um Icesave-frumvarpið frestað en henni verður fram haldið í dag. Fyrir lok þingfundar var atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu frá stjórnarandstöðuflokkunum um að dagskrá dagsins í dag yrði með þeim hætti að fyrst yrðu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin til umræðu auk annarar umræðu um frumvarp til fjáraukalaga. Síðan yrði hafist handa við að ræða icesave málið.

Flugfreyjur íhuga verkfall

Staðan í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er í hnút eftir að upp úr viðræðum slitnaði á miðvikudag. Halda á félagsfund í desember til að ræða framhaldið, en til greina kemur að afla heimildar til að boða verkfall.

Sjá næstu 50 fréttir