Fleiri fréttir

Boða kvöldfundi en mæta ekki sjálfir

Tuttugu og fjórir þingmenn létu að sér kveða í heitum umræðum við upphaf þingfundar þar sem stjórnarandstaðan mótmælti því að halda ætti kvöldfund í þinginu til að ræða stjórnarfrumvarp um ríkis­ábyrgð.

Öll skerðing kemur við grunnþjónustu

Í fyrirhuguðum 580 milljóna niðurskurði til leikskóla borgarinnar verður grunnþjónustan ekki skorin niður, segja fulltrúar leikskólasviðs borgarinnar. Þessi fullyrðing er hins vegar óraunhæf, að mati Margrétar Pálu Ólafsdóttur, formanns Samtaka sjálfstæðra skóla og höfundar Hjallastefnunnar.

Hætt og hafnar biðlaununum

„Samkvæmt samningi um launakjör bæjarstjóra er gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Undirrituð hefur hafnað þeim," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem um mánaðamótin lætur af starfi bæjarstjóra í Grindavík til að gerast sóknarprestur á Fáskrúðsfirði.

Jákvæð upplifun besta gjöfin

Jólagjöfin í ár er „jákvæð upplifun“ að mati dómnefndar Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst.

Deilt innan flokka um Reykjavíkurvöll

Samfylkingin talar tungum tveim um málefni Reykjavíkurflugvallar, því samgönguráðherra segir eitt en fulltrúi flokksins í samgöngunefnd annað. Svo mælti framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson á Alþingi á miðvikudag. Hann sagði völlinn gríðarlega mikilvægan fyrir landsbyggð sem og höfuðborg. Því vildi hann vita hvort Samfylking gengi hér í takt.

Skiptinemar fengu fósturfjölskyldur

Skiptinemarnir sem ekki höfðu fengið fjölskyldu og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær eru nú komnir með fósturfjölskyldu. Greint var frá því í fréttinni að illa hefði gengið að fá fósturfjölskyldur í ár vegna efnahagsþrenginga. „En ég verð að segja að þó að pyngjan sé kannski létt um þessar mundir þá er hjartað stórt. Viðbrögðin við fréttinni voru með ólíkindum, ég hefði aldrei trúað þessu, síminn stoppaði ekki," segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum.

FME eykur áherslu á eftirlit á vettvangi

Breytingar á eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME) á eftirliti með fjármálafyrirtækjum eru boðaðar í ársskýrslu FME fyrir árið 2008, sem gerð var opinber á ársfundi eftirlitsins í gær. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði á ársfundinum að aukin áhersla verði lögð á að sannreyna upplýsingar frá fyrirtækjunum.

Gera stikkprufur vegna litaðrar olíu

Þótt ríkisskattstjóri hafi ekki enn fengið því framgengt að koma á viðskiptakortum fyrir notkun á gjaldfrjálsri olíu og fái ekki að styðjast við eftirlitsmyndavélar bensínstöðva er fylgst með því hvort verið sé að misnota þessa olíu.

Jólaverslun stefnir í 13,4 milljarða

Gert er ráð fyrir að jólaverslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til, en vegna verðhækkana verði veltan átta prósentum meiri í krónum talið. Þetta kemur fram í árlegri spá Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Þarf að eyða 18 tölvuskeytum

Hæstiréttur hefur gert Samkeppniseftirlitinu (SE) að eyða átján tölvuskeytum sem stofnunin lagði hald á við húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins Valitor í sumar. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfunni.

Amfetamínsmyglari fékk þrjú og hálft ár

Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu.

Aldrei hafa fleiri mætt

Aðra vikuna í röð mættu yfir 500 manns í vikulega matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar. „Í þessari viku mættu 502 og í síðustu 504. Síðan ég tók við hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir sex árum hafa ekki mætt svona margir til okkar,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.

Tugir hafa farist í flóðunum

Tugir manna hafa farist og bjarga þurfti um þúsund manns úr flóðum í Sádi-Arabíu. Milljónir pílagríma eru komnar til landsins og hætta er á frekari rigningum.

Kirkjan hélt hlífiskildi yfir níðingum

Kaþólska kirkjan á Írlandi gætti þess áratugum saman að ekkert fréttist opinberlega af framferði presta sem níddust á börnum. Kirkjan kaus að gæta orðspors síns frekar en að styðja fórnarlömbin.

Ekki fleiri túrista í geiminn

Ekki verður framar pláss fyrir fleiri auðuga ferðalanga með rússnesku Soyuz-geimflaugunum til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta segir fulltrúi rússnesku geimferðastofnunarinnar.

Tólf ára með áverka eftir sérsveitarmenn

12 ára piltur sem yfirbugaður var af sérsveitarmönnum í gær er enn að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir. Móðir hans segir drenginn vera í sjokki en vopnum var beint að honum.

Segir aðferðir PAS falsvísindi

Hætt er við því að hagsmunir barna verði fyrir borð bornir nái tillögur Félags um foreldrajafnrétti fram að ganga, segir Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðingur. Aðferðirnar sem félagsmenn vilji að teknar séu upp byggi á falsvísindum sem varað hafi verið við.

Hugsanlega alvarleg lögbrot innan íslenskra banka

Gunnar Andersen sagði á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í dag að rannsóknir mála sem eftirlitið hefði unnið að í kjölfar hrunsins virðist benda til að auk óeðlilegra viðskiptahátta hafi alvarleg lögbrot verið framin innan íslenskra banka. Auk þess kunni brotin að varða við hegningarlög, bæði hér á landi og í öðrum löndum.

Eldur í Grafarholti

Eldur kviknaði undir þaki í mannlausu iðnaðarhúsnæði á Vínlandsleið í Grafarholti en allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað á vettvang.

Íslensk ungmenni á loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn

Tveir fulltrúar íslenskra ungmenna halda á ráðstefnu barna um loftslagsmál sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Kaupmannahafnarborg halda í Kaupmannahöfn viku fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP15). Á ráðstefnunni verður m.a. unnin ályktun sem lögð verður fyrir á COP15 samkvæmt tilkynningu.

Ekki skorið niður á velferðarsviði

Ekki er útlit fyrir að þjónusta hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar verði skorin niður vegna skekkju sem varð í drögum að fjárhagsáætlun sviðsins upp á allt að 175 milljónir króna.

Byssumaðurinn áfram í varðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðahaldsúrskurð héraðsdóms yfir manninum sem skaut með haglabyssu á útidyrahurð íbúðahúss í Seljahverfi um miðjan mánuðinn. Maðurinn mun sitja í varðhaldi til 18. desember.

Sýknaður af ákæru um að hafa ekki komið öðrum til hjálpar

Hæstiréttur hefur sýknað litháískan karlmann fyrir að hafa látið hjá líða að veita öðrum manni í lífsháska læknishjálp. Samlandi Litháans var fundinn sekur um að hafa ráðið manninum bana í sumarbústað í Grímsnesi í nóvember í fyrra. Tvær konur og karlmaður voru ákærð fyrir að láta hjá líða að koma manninum til aðstoðar. Konurnar voru sýknaðar í héraði en karlmaðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þeim dómi hefur Hæstiréttur nú snúið við.

Misnotaði fimm ára dóttur sína

Hæstiréttur hefur dæmt þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa misnotað dóttur sína á síðasta ári þegar hún var fimm ára gömul. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um hálft ár. Manninum er gert að greiða dóttur sinni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu

VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu.

Þegar idíánarnir unnu

Navajo indíánar gegndu lykilhlutverki þegar Bandaríkjamenn réðust á japönsku eyjarnar á Kyrrahafi í síðari heimsstyrjöldinni.

Krefjast aðgerða af hálfu ESB gegn Íslandi og Noregi

Fiskveiðiráðið sem heldur utan um úthafsstofna við strendur Evrópu (PRAC) hefur krafist þess að framkvæmdastjórn ESB grípi strax til aðgerða gegn Íslandi og Noregi vegna einhliða ákvarðana þessara þjóða um markrílkvóta sína.

Annað dauðsfall af völdum svínaflensu

Karlmaður lést úr svínaflensu, eða inflúensu A(H1N1), hér á landi á föstudaginn. Um var að ræða 81 árs gamlan karlmann sem var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm.

Umtalaður brúðarkjóll

Rússneskur brúðarkjóll hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Og sýnist sitt hverjum um plaggið.

Samherji greiðir starfsmönnum 100 þúsund króna launauppbót

Samherji hefur ákveðið að greiða 300 starfsmönnum sínum í landi 100 þúsund króna launauppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd með launum núna um mánaðamótin og bætist við umsamda desemberuppbót sem greidd er á sama tíma.

Brasilíski lýtalæknirinn kostar ríkið milljónir

Kostnaður hins opinbera vegna brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos hleypur á milljónum króna. Hosmany var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í ágúst en hann er eftirlýstur í Brasilíu.

Frohe Weihnachten...

...þýðir gleðileg jól á þýsku. Mörgum þykir sem jólastússið byrji heldur snemma á Íslandi.

Kameldýr hertaka bæ í Ástralíu

Um sexþúsund villt kameldýr hafa nánast lagt undir sig smábæinn bæinn Docker River í Ástralíu. Íbúarnir eru ekki nema um 330 talsins og mega sín lítils í bardögum um yfirráð yfir bænum.

Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi

BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna.

Fjölskylduhjálpin fær styrk frá Hollendingum

Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist fjárstyrkur frá hollensku góðgerðarsamtökum Foundation Varda. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölskylduhjálpinni styðja samtökin við sex verkefni víða um heim og varð FÍ nú fyrir valinu. Styrkurinn nemur 2500 evrum sem jafngildir um 460 þúsund íslenskum krónum.

Sjá næstu 50 fréttir