Erlent

Robbie Williams bað kærustunnar í beinni

Óli Tynes skrifar

Poppbrúðkaup áratugarins er líklega í uppsiglingu. Söngvarinn góðkunni Robbie Williams er í heimsókn í Ástralíu.

Eins og við var að búast var hann kallaður í viðtöl við fjölmiðla meðal annars útvarpsstöðina 2DayFM í Sydney.

Með honum í útvarpssalnum var kærasta hans leikkonan Ayda Field. Þáttastjórnandinn minntist á að Sydney væri fræg fyrir bónorð fræga fólksins og spurði Robbie hvort hann vildi deila einhverju með hlustendum.

Robbie sneri sér þá að Field og spurði; -Er einhver sem þú vildir giftast?

Hann gekk svo hreint til verks og sagði: Ayda Field ég elska þig, viltu giftast  mér. Og stúlkan sagði já.

Robbie er þrjátíu og fimm ára gamall og Ayda Field er þrítug.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×