Erlent

Tungláætlun Kínverja í fullum gangi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kínverjar hyggjast senda annað könnunarfar til tunglsins í október á næsta ári en fyrra könnunarfar þeirra, Chang-e-1, skall á yfirborði tunglsins í mars á þessu ári eftir sextán mánaða könnunarflug. Könnunarfarið sem fer á næsta ári mun sveima umhverfis tunglið í 100 kílómetra hæð sem er mun minni fjarlægð en það fyrra var í. Ekki hyggjast Kínverjar láta þar við sitja heldur ætla þeir að senda þriðja geimfarið til tunglsins árið 2017 en því er ætlað að taka sýni úr jarðveginum þar og færa til jarðar. Kínverjar urðu árið 2003 þriðja þjóð heimsins, á eftir Bandaríkjamönnum og Rússum, til að koma manni á sporbaug um jörðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×