Innlent

Ágúst verður áfram á Bifröst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ágúst ætlar að vera áfram á Bifröst. Að minnsta kosti um sinn. Mynd/ GVA.
Ágúst ætlar að vera áfram á Bifröst. Að minnsta kosti um sinn. Mynd/ GVA.
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, mun gegna áfram starfi rektors við skólann þrátt fyrir að ráðningartímabil hans renni út um miðjan janúar. Þetta segir Andrés Magnússon, formaður stjórnar skólans, í samtali við Vísi.

Andrés og Ágúst segja hins vegar báðir að ekki sé búið að ákveða hversu lengi Ágúst muni gegna starfi sínu. Andrés segir að ekki hafi verið rætt við aðra um að taka við stjórn skólans enda sé ekki búið að ræða málin við Ágúst til fulls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×