Erlent

Robbie meinti ekkert með því

Óli Tynes skrifar
Ha, ég?
Ha, ég?

Poppgoðið Robbie Williams var bara að grínast þegar hann bað kærustu sína að giftast sér í beinni útsendingu í áströlskum útvarpsþætti. Það segir allavega umboðsmaður hans.

Kærasta Robbies leikkonan Ayda Field var með honum í útvarpssal. Þáttastjórnandinn minntist á að Sydney væri fræg fyrir bónorð fræga fólksins og spurði Robbie hvort hann vildi deila einhverju með hlustendum.

Robbie Ayda Field ég elska þig, viltu kvænast mér. Og stúlkan sagði já. Eftir það tók Robbie við heillaóskum fólks sem hringdi í útvarpsstöðina.

Umboðsmaðurinn segir hinsvegar nú að þetta hafi bara verið í gríni gert. Hann gat ekkert um hvort Ayda Field vissi af brandaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×