Erlent

Salahi-hjónin eru vanar boðflennur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Salahi-hjónin ásamt Joe Biden varaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudaginn.
Salahi-hjónin ásamt Joe Biden varaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudaginn. MYND/Facebook

Hjónin sem laumuðu sér óboðin í hátíðarkvöldverð í Hvíta húsinu á þriðjudaginn, og fréttastofan greindi frá í gær, eru að öllum líkindum ekki byrjendur í faginu. Þegar farið var að rýna í fleiri myndir á Facebook-síðu þeirra kemur í ljós að þau virðast hafa náð að lauma sér inn á öryggissvæði, umlukt skotheldu gleri, sem Barack Obama og fjölskylda dvöldu í þegar þau fylgdust með tónleikum við minnisvarða Abraham Lincoln helgina eftir að Obama sór embættiseið sinn í janúar. Enginn kann neinar skýringar á því frekar en atvikinu á þriðjudagskvöld en það mun hafa verið fyrsta tilfellið sem vitað er um þar sem einhverjum tekst að lauma sér óboðnum í kvöldverð í Hvíta húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×