Innlent

Níu þúsund hafa skráð sig til stuðnings SÁÁ

Þórarinn Tyrfingsson.
Þórarinn Tyrfingsson. MYND/Heiða

Viku eftir að söfnun undirskrifta hófst hafa 9.000 manns skrifað undir áskorun til þingmanna um að skerða ekki famlög til áfengismeðferðar SÁÁ. Í áskoruninni kemur fram að SÁÁ hafi nú þegar skorið niður kostnað vegna samdráttar í framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Þá sparist engir fjármunir með minna framlagi til áfengismeðferðar, þar sem þeir sjúklingar sem ekki fá áfengismeðferð auki útgjöld annarra heilbrigisstofnanna, félagslega kerfisins, lögreglu og fangelsisstofnana.

„Svona skjót viðbrögð þessa fjölmennis sýnir hversu margir gera sér grein fyrir mikilvægi starfsins á Vogi," segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ. Hann segir langan tíma hafa tekið að að byggja starfsemina upp en að hægt sé að eyðileggja hana á skömmum tíma. „Boðuð skerðing til viðbótar við tekjumissi samtakanna frá fyrra ári gerir það algjörlega ómögulegt að reka meðferðarstarfsemi SÁÁ með nokkrum sóma. Þessi skerðing er að senda okkur 20 ár aftur á bak."

Hér er hægt að skrá sig á listann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×