Erlent

Allir út að drekka bjór

Óli Tynes skrifar
Á elstu pöbbum Bretlands er lágt til lofts og sag á gólfum.
Á elstu pöbbum Bretlands er lágt til lofts og sag á gólfum.

Kráareigendur og bruggarar í Bretlandi hafa tekið höndum saman til þess að bjarga þeirri merku stofnun Pöbbar Bretlands.

Svo mjög hefur þrengt að rekstri þeirra undanfarin misseri að nú er lokað um fimmtíu pöbbum í viku hverri.

Talsmaður samtakanna segir að ástæðurnar séu fleiri en ein. Það sé reykingabannið, kreppan og tuttugu prósenta skattur á bjór umfram verðbólgu. Allt hafi þetta valdið því að fólk fer miklu sjaldnar á pönninn sinn en áður.

Talsmaðurinn segir að það sé augljós og yfirgnæfandi skoðun almennings að pöbbarnir séu ómissandi hluti af samfélagi hans og hinni félagslegu og efnahagslegu þjóðarvitund Breta.

Samtökin hvetja stjórnmálamenn til þess að lækka skatta á bjór áður en þeir drepi gæsina sem verpir gulleggjunum.

Um fimmtíu og fjögurþúsund pöbbar eru starfræktir í Bretlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×