Innlent

Nemendur Árskóla mynduðu friðarkeðju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Björnsson skólastjóri og séra Sigríður Gunnarsdóttir hefja friðarkeðjuna.
Óskar Björnsson skólastjóri og séra Sigríður Gunnarsdóttir hefja friðarkeðjuna.
„Friður sé með þér" hljómaði mörg hundruð sinnum í morgun þegar nemendur, starfsfólk og foreldrar nemenda við Árskóla mynduðu friðarkeðju upp eftir öllum Kirkjustígnum við Nafirnar á Sauðárkróki.

Friðargangan er árleg hjá Árskóla og er hún gengin föstudaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, að því er fram kemur á fréttavefnum Feyki. Ljósalugt gengur á milli barnanna frá 1. bekk og upp í 10. bekk og enda þau síðan með því að tendra ljósin á Krossinum sem stendur á Nöfunum á aðventu og fram á nýja árið.

Friðargönguna enduðu nemendur síðan í Árskóla við Freyjugötu þar sem boðið var upp á piparkökur og heitt kakó sem kom sér vel í froststillunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×