Innlent

Ævintýraleg ganga um Laugardalinn á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ljómandi borg býður borgarbúum í ævintýralega göngu næstkomandi laugardagskvöld, 28. nóvember. Þá mun lýsingarhönnunarhópurinn Guerilla Lighting leiða fólk um Laugardalinn og verða valdar byggingar og staðir upplýstir á nýstárlegan hátt. Lagt verður af stað frá bílastæði Laugardalshallar klukkan hálf átta. Gangan tekur rúman klukkutíma og endar á Kaffi Flóru í Grasagarðinum. Þar verður boðið upp á heitt kakó til hressingar og myndasýningu þar sem afrakstur kvöldsins verður sýndur, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×