Innlent

SkjárEinn í læstri dagskrá

Frá miðjum nóvember næstkomandi verður sjónvarpsstöðin SkjárEinn áskriftarstöð. SkjárEinn verður þá sendur út í læstri dagskrá.

„Við viljum bjóða SkjáEinn ókeypis en okkur er það einfaldlega ekki fært. Við skuldum áhorfendum, starfsmönnum og samstarfsaðilum okkar að láta reyna á alla kosti sem geta fleytt okkur áfram. Við viljum ekki gefast upp og því tökum við þetta skref," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, í tilkynningu.

Áskrift mun kosta 2.200 krónur á mánuði en ekki verður byrjað að innheimta áskriftargjöld fyrr en 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×