Gott fyrir blaðamenn 16. október 2009 13:57 Kristinn Hrafnsson MYND/Vilhelm Kristinn Hrafnsson segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur en hann var ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Ara Edwald sýknaður af kröfu handrukkarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í dag. Kristinn segist hafa búist við þessari niðurstöðu. „Það sem er kannski sérstaklega ánægjulegt er að það er tekið mjög fast á þeim rökum sem sem þarna voru inni. Dómarinn virðist vanda vel til verka og rökstyður niðurstöðu sína mjög vel," segir Kristinn. „Fyrir blaðamenn almennt þá held ég að það sé mjög gott að fá dóm af þessu tagi til þess að skerpa á þessum skilum sem þarna er um rætt. Annarsvegar hvað varðar verndun einkalífsins og síðan tjáningarfrelsið." Málið snérist um þátt sem sýndur var í Kompás og fjallaði um handrukkun en þar réðist Benjamín að öðrum manni, Ragnari Magnýssyni, en Kompásmenn fylgdust með. „Þetta er gott innlegg í það hvar þessar línur liggja, hvað fjölmiðlar mega og hvað þeir mega ekki. Þarna var að okkar mati mál sem varðar almannahagsmuni og það er tekið á því í þessum dómi. Þarna er einnig viðurkennt að Kompás var að skila vandaðri vinnu sem er sérstaklega ánægjulegt," segir Kristinn og nefnir digurbarkaleg ummæli ýmissa um að þeir hafi beitt tálbeitu í málinu. „Það heyrðist meðal annars frá fólki úr blaðamannastéttinni, og má þar minnast á Agnesi Bragadóttur blaðamann sem hélt þessu fram á opinberum vettvangi." Aðspurður hvort fólk fái að sjá meira af Kompási í framtíðinni en þátturinn var sem kunnugt er tekinn af dagskrá segir Kristinn að þátturinn sé dáinn. „Við reyndum ýmislegt, og höfum meðal annars talað um það opinberlega, að finna honum farveg á öðrum vettvangi ljósvakans. Það gekk því miður ekki sem er sorglegt þar sem þetta var vinsæll þáttur." Tengdar fréttir Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur. 16. október 2009 13:06 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Kristinn Hrafnsson segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur en hann var ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Ara Edwald sýknaður af kröfu handrukkarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í dag. Kristinn segist hafa búist við þessari niðurstöðu. „Það sem er kannski sérstaklega ánægjulegt er að það er tekið mjög fast á þeim rökum sem sem þarna voru inni. Dómarinn virðist vanda vel til verka og rökstyður niðurstöðu sína mjög vel," segir Kristinn. „Fyrir blaðamenn almennt þá held ég að það sé mjög gott að fá dóm af þessu tagi til þess að skerpa á þessum skilum sem þarna er um rætt. Annarsvegar hvað varðar verndun einkalífsins og síðan tjáningarfrelsið." Málið snérist um þátt sem sýndur var í Kompás og fjallaði um handrukkun en þar réðist Benjamín að öðrum manni, Ragnari Magnýssyni, en Kompásmenn fylgdust með. „Þetta er gott innlegg í það hvar þessar línur liggja, hvað fjölmiðlar mega og hvað þeir mega ekki. Þarna var að okkar mati mál sem varðar almannahagsmuni og það er tekið á því í þessum dómi. Þarna er einnig viðurkennt að Kompás var að skila vandaðri vinnu sem er sérstaklega ánægjulegt," segir Kristinn og nefnir digurbarkaleg ummæli ýmissa um að þeir hafi beitt tálbeitu í málinu. „Það heyrðist meðal annars frá fólki úr blaðamannastéttinni, og má þar minnast á Agnesi Bragadóttur blaðamann sem hélt þessu fram á opinberum vettvangi." Aðspurður hvort fólk fái að sjá meira af Kompási í framtíðinni en þátturinn var sem kunnugt er tekinn af dagskrá segir Kristinn að þátturinn sé dáinn. „Við reyndum ýmislegt, og höfum meðal annars talað um það opinberlega, að finna honum farveg á öðrum vettvangi ljósvakans. Það gekk því miður ekki sem er sorglegt þar sem þetta var vinsæll þáttur."
Tengdar fréttir Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur. 16. október 2009 13:06 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur. 16. október 2009 13:06