Innlent

Styttist í lausn í Icesave-málinu

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson segir að ríkisstjórnin muni kynna nýtt frumvarp um lausn í Icesavedeilunni „mjög fljótlega" í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. Hann segist einnig mjög bjartsýnn á að fá stuðning meirihluta þingsins í málinu.

„Ég tel nauðsynlegt að leggja nýtt frumvarp fyrir þingið. Tilfinning mín í dag er sú að við séum á síðustu metrunum og við getum lagt fram nýtt frumvarp mjög fljótt," sagði Össur í símaviðtali við Reuters í dag.

„Ég býst ekki við að það sé langt í að við komumst að niðurstöðu sem við getum lagt fyrir þingið. Ég er einnig bjartsýnn á að sú niðurstaða verði viðunandi fyrir þingið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×