Fleiri fréttir Emilía heil á húfi Emilíana Andrésardóttir, 13 ára stúlka sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. 15.10.2009 19:52 Hæsti maður heims á leið til Íslands Von er á hæsta manni heims, Sultan Kosen, hingað til lands í lok næstu viku í tilefni af útkomu á nýjustu heimsmetabók Guinnes. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir skömmu en hann er rétt tæpir tveir og hálfur metrar á hæð. Sultan er frá Tyrklandi. 15.10.2009 19:11 Lík fannst á Akranesi Lögreglan á Akranesi fann lík af karlmanni við Langasand skammt frá elliheimilinu á Akranesi á fjórða tímanum í dag. Ekki er vitað hver maðurinn er, á hvaða aldri hann er eða hvort hann sé íslenskur. Ekki er vitað hvort andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar málið. 15.10.2009 17:48 Fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan Talibanar hafa gert fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan á síðasta sólarhring. Undanfarinn hálfan mánuð hafa þeir drepið hundruð óbreyttra borgara í sprengjutilræðum. 15.10.2009 16:58 Braut gegn 14 ára stúlku í bílnum sínum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi en þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir til næstu þriggja ára. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Hæstiréttur varð ekki við þeirri kröfu. 15.10.2009 16:47 Séra Gunnar snýr ekki aftur - fær vinnu á Biskupsstofu Biskup Íslands hefur í dag flutt sr. Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 15. október 2009. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn. 15.10.2009 16:30 Bólusetning hafin Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hófst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna klukkan fjögur í dag. 15.10.2009 16:14 Lögreglan lýsir eftir Emilíönu Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Emilíönu Andrésardóttur. Ekkert hefur spurst til hennar frá því klukkan átta í gærkvöldi. 15.10.2009 16:08 Innbrotsþjófur steinsofnaði Eitthvað var hann þreyttur innbrotsþjófurinn sem lögreglan handtók í kjallara íbúðarhúss í miðborginni eftir hádegi í gær. Að minnsta kosti var hann steinsofandi þegar lögreglan kom á vettvang en erfiðlega gekk að vekja manninn, að sögn lögreglu. 15.10.2009 15:41 Kristín vill vera rektor áfram Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hyggst sækjast eftir því að vera rektor áfram en skipunartími hennar rennur út á næsta ári. Þetta kom fram í máli Kristínar á fundi með starfsmönnum í hádeginu. 15.10.2009 15:25 Boða til mótmælafundar vegna brottvísun flóttamanna Hópur sem kallar sig Flóttamannahjálpin boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun undir yfirskriftinni: „Niður með rasisma, niður með Útlendingastofnun!“ 15.10.2009 15:11 Stal fötum og snyrtivörum vopnuð vírklippum Kona á þrítugsaldri var handtekin í Smáralind um miðjan dag í gær en þar hafði hún stolið bæði fatnaði og snyrtivörum. Hún fjarlægði þjófavörn af fatnaðinum og notaði til þess litlar vírklippur sem hún var með í fórum sínum. 15.10.2009 14:50 Hýrudreginn fyrir bleikt bindi á brjóstakrabbadag Strætisvagnabílstjóri í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið hýrudreginn fyrir að setja upp bleikt bindi á degi bleiku slaufunnar sem í Bandaríkjunum er fyrsti föstudagur í október. 15.10.2009 14:26 Siðareglur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag einróma siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og að þær verði lagðar fyrir borgarstjórn til staðfestingar síðar í mánuðinum. „Loksins, loksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 15.10.2009 14:15 Átján mánuðir fyrir að gefa barni sígarettu Þrítugur breskur maður var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að gefa þriggja ára stúlkubarni sígaréttur og hvetja hana til þess að taka reykinn ofan í sig. 15.10.2009 13:55 Búið að slökkva eldinn á N1 Eldur kom upp í afgreiðslu bensínstöðvar N1 við Ártúnsholt í Reykjavík fyrir stundu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en búið er að slökkva eldinn, sem var minniháttar. Eldurinn kom upp inn á salerni bensínstöðvarinnar eftir því sem Vísir kemst næst. 15.10.2009 13:38 Síðasti Gyðingurinn í Afganistan Þar sem talibanar og al-Kaida hata Gyðinga öðru fólki framar gæti maður ímyndað sér að það sé dálítið einmanalegt að vera síðasti Gyðingurinn í Afganistan. 15.10.2009 13:32 Gámaskipi rænt við Sómalíu Sómalskir sjóræningjar rændu enn einu skipinu undan ströndum landsins í dag. Að þessu sinni var það gámaskip frá Singapore sem var á leið til Mombasa í Kenya. 15.10.2009 13:17 Tæplega 7.000 manns eru fluttir af landi brott Fyrstu 9 mánuði ársins hafa 6.762 einstaklingar flutt af landi brott. Þar af eru ríflega helmingur með íslenskt ríkisfang eða 3.475 einstaklingar. Ef þróun fram að áramótum verður með sambærilegum hætti mun þetta þýða að samtals fjöldi einstaklinga sem flyst frá Íslandi árið 2009 er mjög svipaður og árið 2008. 15.10.2009 12:48 Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15.10.2009 12:44 Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15.10.2009 12:36 Fullyrðingar framsóknarmanna ekki á rökum reistar Fullyrðingar framsóknarmanna um að Íslendingum standi til boða lán frá Noregi framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekki á rökum reistar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Ráðherra sakaði framsóknarmenn um sérkennilegan málatilbúnað. 15.10.2009 12:32 Sextán ára stúlka drakk sig í hel Yfirvöld í Bretlandi hafa sent aðvörun sem sérstaklega er beint til unglinga eftir að sextán ára gömul stúlka drakk sig í hel innflutningspartýi vinar síns. 15.10.2009 12:30 Bólusetning hefst líklega í dag Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hefst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna að öllum líkindum síðdegis. 15.10.2009 12:06 Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. 15.10.2009 12:04 Engir dreifimiðar vegna barnaníðinga Tillaga Danska þjóðarflokksins um að vara fólk við með dreifimiðum ef dæmdur barnaníðingur flyst í hverfi þess hefur verið skotin í kaf. 15.10.2009 11:25 Mótmælti kosningu framsóknarmanns í bankaráð Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mótmælti kosningu nýs fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. 15.10.2009 11:21 Brottvísun flóttamanna ekki geðþóttaákvörðun ráðherra Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, segir að ákvörðun um brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra. 15.10.2009 11:01 Ekki almenn andstaða innan AGS Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa upplifað almenna andstöðu meðal annarra þjóða en Hollendinga og Breta við að endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins. 15.10.2009 10:39 Svavar ekki lengur í Icesave viðræðunum Svavar Gestsson, sendiherra og fyrrverandi ráðherra, tekur ekki þátt í viðræðunum sem standa yfir við hollensk og bresk stjórnvöld varðandi Icesave. Viðræðurnar eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum. 15.10.2009 10:12 Obama var ekki skemmt við Nóbelinn Sú forundran sem fylgdi því að Barack Obama skyldi hljóta friðarverðlaun Nóbels varð til þess að norska Nóbelnefndin greip til þess óvenjulega ráðs að halda sérstakan blaðamannafund til þess að réttlæta gjörninginn. 15.10.2009 09:47 Búið að slökkva eldinn - húsið er ónýtt Slökkviliðið í Vestmannaeyjum er búið að slökkva eldinn í Lifrasamlaginu en húsið er gjörónýtt. „Það er bara hrunið,“ sagði lögreglumaður í Vestmannaeyjum sem Vísir ræddi við en eldsvoðinn er sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan. 15.10.2009 09:29 Ættleiðingum fjölgaði töluvert milli ára Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru 69 einstaklingar ættleiddir á Íslandi árið 2008. Þetta er talsvert hærri tala en árið á undan, en þá voru ættleiðingar 51, en það ár áttu sér stað mun færri ættleiðingar en árin á undan. Árið 2008 voru stjúpættleiðingar 46 en frumættleiðingar 23. 15.10.2009 09:24 Nágranni í hættu: Hélt að reykurinn væri lykt af brunnu poppi „Ég var nýbúinn að poppa og hélt fyrst að þetta væri bara popplykt," segir Alma Eðvaldsdóttir en hún býr við hliðina á Lifrasamlaginu sem brann til kaldra kola í nótt. 15.10.2009 09:04 Björgunarsveitin aðstoðaði ökumann í nótt Björgunarsveitir á Dalvík og Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út um klukkan hálf átta í morgun þegar tilkynning barst um bíl utan vegar við Ytri-Vík milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. 15.10.2009 08:58 Réttarhöld yfir Karadzic að hefjast Dómarar við stríðsglæpadómstól Júgoslavíu hafa ákveðið að réttarhöld yfir fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba, Radovan Karadzic og hefjist þann 26. október næstkomandi. Karadzic, sem er 64 ára gamall, fór fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tíu mánuði en á það var ekki fallist. 15.10.2009 08:48 Lét karlinn róa fyrir krókódíl Áströlsk kona á sextugsaldri heimtaði skilnað þegar eiginmaður hennar krafðist þess að hún losaði sig við krókódíl sem hún heldur sem gæludýr. 15.10.2009 07:18 Sautján látnir eftir árás í Pakistan Sautján manns eru látnir eftir árás uppreisnarmanna í Lahore, höfuðborg Punjabi-héraðsins í Pakistan, í morgun. 15.10.2009 07:14 Stunginn til bana í Glyngøre Tuttugu og fimm ára gamall maður lést eftir að hann var lagður eggvopni í brjóstið í bænum Glyngøre á Vestur-Jótlandi í gærkvöldi. 15.10.2009 07:11 Allt að 45.000 bandarískir hermenn til Afganistan Talið er að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi í hyggju að senda allt að 45.000 bandaríska hermenn í viðbót til Afganistan. 15.10.2009 07:06 Milljónafjárdráttur af söfnunarreikningi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir milljónafjárdrátt, þar á meðal af tveimur söfnunarreikningum til styrktar Byrginu. Þá hefur Guðmundur, ásamt Jóni Arnari Einarssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Byrginu, verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald. 15.10.2009 07:00 Mikilvægt að horfa yfir flokkslínur Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kveðst bjartsýnn á að tillögur flokksins nái eyrum stjórnarliða á þingi. „Þetta er þannig verkefni að stjórnmálamenn verða að horfa yfir flokkslínur.“ 15.10.2009 06:45 Með íslenskan banka í sigtinu Rannsóknarteymi bresku efnahagsbrotaskrifstofunnar (Serious Fraud Office, SFO) er með íslenskan banka til skoðunar, og bráðlega verður ljóst hvort formleg rannsókn á mögulegum lögbrotum verður hafin. 15.10.2009 06:45 Stórbruni í Vestmannaeyjum Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum er alelda og berst allt tiltækt slökkvilið í eyjunum við brunann. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt og er þakið af elsta húsinu hrunið og eldur er í öðrum húsum fyrirtækisins að sögn lögreglu. Um margar viðbyggingar er að ræða sem gerir slökkvistarf nokkuð erfitt að sögn lögreglu en veðuraðstæður eru sæmilegar. 15.10.2009 06:40 Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum. 15.10.2009 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Emilía heil á húfi Emilíana Andrésardóttir, 13 ára stúlka sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. 15.10.2009 19:52
Hæsti maður heims á leið til Íslands Von er á hæsta manni heims, Sultan Kosen, hingað til lands í lok næstu viku í tilefni af útkomu á nýjustu heimsmetabók Guinnes. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir skömmu en hann er rétt tæpir tveir og hálfur metrar á hæð. Sultan er frá Tyrklandi. 15.10.2009 19:11
Lík fannst á Akranesi Lögreglan á Akranesi fann lík af karlmanni við Langasand skammt frá elliheimilinu á Akranesi á fjórða tímanum í dag. Ekki er vitað hver maðurinn er, á hvaða aldri hann er eða hvort hann sé íslenskur. Ekki er vitað hvort andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar málið. 15.10.2009 17:48
Fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan Talibanar hafa gert fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan á síðasta sólarhring. Undanfarinn hálfan mánuð hafa þeir drepið hundruð óbreyttra borgara í sprengjutilræðum. 15.10.2009 16:58
Braut gegn 14 ára stúlku í bílnum sínum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi en þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir til næstu þriggja ára. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Hæstiréttur varð ekki við þeirri kröfu. 15.10.2009 16:47
Séra Gunnar snýr ekki aftur - fær vinnu á Biskupsstofu Biskup Íslands hefur í dag flutt sr. Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 15. október 2009. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn. 15.10.2009 16:30
Bólusetning hafin Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hófst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna klukkan fjögur í dag. 15.10.2009 16:14
Lögreglan lýsir eftir Emilíönu Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Emilíönu Andrésardóttur. Ekkert hefur spurst til hennar frá því klukkan átta í gærkvöldi. 15.10.2009 16:08
Innbrotsþjófur steinsofnaði Eitthvað var hann þreyttur innbrotsþjófurinn sem lögreglan handtók í kjallara íbúðarhúss í miðborginni eftir hádegi í gær. Að minnsta kosti var hann steinsofandi þegar lögreglan kom á vettvang en erfiðlega gekk að vekja manninn, að sögn lögreglu. 15.10.2009 15:41
Kristín vill vera rektor áfram Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hyggst sækjast eftir því að vera rektor áfram en skipunartími hennar rennur út á næsta ári. Þetta kom fram í máli Kristínar á fundi með starfsmönnum í hádeginu. 15.10.2009 15:25
Boða til mótmælafundar vegna brottvísun flóttamanna Hópur sem kallar sig Flóttamannahjálpin boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun undir yfirskriftinni: „Niður með rasisma, niður með Útlendingastofnun!“ 15.10.2009 15:11
Stal fötum og snyrtivörum vopnuð vírklippum Kona á þrítugsaldri var handtekin í Smáralind um miðjan dag í gær en þar hafði hún stolið bæði fatnaði og snyrtivörum. Hún fjarlægði þjófavörn af fatnaðinum og notaði til þess litlar vírklippur sem hún var með í fórum sínum. 15.10.2009 14:50
Hýrudreginn fyrir bleikt bindi á brjóstakrabbadag Strætisvagnabílstjóri í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið hýrudreginn fyrir að setja upp bleikt bindi á degi bleiku slaufunnar sem í Bandaríkjunum er fyrsti föstudagur í október. 15.10.2009 14:26
Siðareglur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag einróma siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og að þær verði lagðar fyrir borgarstjórn til staðfestingar síðar í mánuðinum. „Loksins, loksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 15.10.2009 14:15
Átján mánuðir fyrir að gefa barni sígarettu Þrítugur breskur maður var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að gefa þriggja ára stúlkubarni sígaréttur og hvetja hana til þess að taka reykinn ofan í sig. 15.10.2009 13:55
Búið að slökkva eldinn á N1 Eldur kom upp í afgreiðslu bensínstöðvar N1 við Ártúnsholt í Reykjavík fyrir stundu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en búið er að slökkva eldinn, sem var minniháttar. Eldurinn kom upp inn á salerni bensínstöðvarinnar eftir því sem Vísir kemst næst. 15.10.2009 13:38
Síðasti Gyðingurinn í Afganistan Þar sem talibanar og al-Kaida hata Gyðinga öðru fólki framar gæti maður ímyndað sér að það sé dálítið einmanalegt að vera síðasti Gyðingurinn í Afganistan. 15.10.2009 13:32
Gámaskipi rænt við Sómalíu Sómalskir sjóræningjar rændu enn einu skipinu undan ströndum landsins í dag. Að þessu sinni var það gámaskip frá Singapore sem var á leið til Mombasa í Kenya. 15.10.2009 13:17
Tæplega 7.000 manns eru fluttir af landi brott Fyrstu 9 mánuði ársins hafa 6.762 einstaklingar flutt af landi brott. Þar af eru ríflega helmingur með íslenskt ríkisfang eða 3.475 einstaklingar. Ef þróun fram að áramótum verður með sambærilegum hætti mun þetta þýða að samtals fjöldi einstaklinga sem flyst frá Íslandi árið 2009 er mjög svipaður og árið 2008. 15.10.2009 12:48
Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15.10.2009 12:44
Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15.10.2009 12:36
Fullyrðingar framsóknarmanna ekki á rökum reistar Fullyrðingar framsóknarmanna um að Íslendingum standi til boða lán frá Noregi framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekki á rökum reistar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Ráðherra sakaði framsóknarmenn um sérkennilegan málatilbúnað. 15.10.2009 12:32
Sextán ára stúlka drakk sig í hel Yfirvöld í Bretlandi hafa sent aðvörun sem sérstaklega er beint til unglinga eftir að sextán ára gömul stúlka drakk sig í hel innflutningspartýi vinar síns. 15.10.2009 12:30
Bólusetning hefst líklega í dag Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hefst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna að öllum líkindum síðdegis. 15.10.2009 12:06
Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. 15.10.2009 12:04
Engir dreifimiðar vegna barnaníðinga Tillaga Danska þjóðarflokksins um að vara fólk við með dreifimiðum ef dæmdur barnaníðingur flyst í hverfi þess hefur verið skotin í kaf. 15.10.2009 11:25
Mótmælti kosningu framsóknarmanns í bankaráð Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mótmælti kosningu nýs fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. 15.10.2009 11:21
Brottvísun flóttamanna ekki geðþóttaákvörðun ráðherra Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, segir að ákvörðun um brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra. 15.10.2009 11:01
Ekki almenn andstaða innan AGS Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa upplifað almenna andstöðu meðal annarra þjóða en Hollendinga og Breta við að endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins. 15.10.2009 10:39
Svavar ekki lengur í Icesave viðræðunum Svavar Gestsson, sendiherra og fyrrverandi ráðherra, tekur ekki þátt í viðræðunum sem standa yfir við hollensk og bresk stjórnvöld varðandi Icesave. Viðræðurnar eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum. 15.10.2009 10:12
Obama var ekki skemmt við Nóbelinn Sú forundran sem fylgdi því að Barack Obama skyldi hljóta friðarverðlaun Nóbels varð til þess að norska Nóbelnefndin greip til þess óvenjulega ráðs að halda sérstakan blaðamannafund til þess að réttlæta gjörninginn. 15.10.2009 09:47
Búið að slökkva eldinn - húsið er ónýtt Slökkviliðið í Vestmannaeyjum er búið að slökkva eldinn í Lifrasamlaginu en húsið er gjörónýtt. „Það er bara hrunið,“ sagði lögreglumaður í Vestmannaeyjum sem Vísir ræddi við en eldsvoðinn er sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan. 15.10.2009 09:29
Ættleiðingum fjölgaði töluvert milli ára Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru 69 einstaklingar ættleiddir á Íslandi árið 2008. Þetta er talsvert hærri tala en árið á undan, en þá voru ættleiðingar 51, en það ár áttu sér stað mun færri ættleiðingar en árin á undan. Árið 2008 voru stjúpættleiðingar 46 en frumættleiðingar 23. 15.10.2009 09:24
Nágranni í hættu: Hélt að reykurinn væri lykt af brunnu poppi „Ég var nýbúinn að poppa og hélt fyrst að þetta væri bara popplykt," segir Alma Eðvaldsdóttir en hún býr við hliðina á Lifrasamlaginu sem brann til kaldra kola í nótt. 15.10.2009 09:04
Björgunarsveitin aðstoðaði ökumann í nótt Björgunarsveitir á Dalvík og Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út um klukkan hálf átta í morgun þegar tilkynning barst um bíl utan vegar við Ytri-Vík milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. 15.10.2009 08:58
Réttarhöld yfir Karadzic að hefjast Dómarar við stríðsglæpadómstól Júgoslavíu hafa ákveðið að réttarhöld yfir fyrrverandi leiðtoga Bosníu Serba, Radovan Karadzic og hefjist þann 26. október næstkomandi. Karadzic, sem er 64 ára gamall, fór fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tíu mánuði en á það var ekki fallist. 15.10.2009 08:48
Lét karlinn róa fyrir krókódíl Áströlsk kona á sextugsaldri heimtaði skilnað þegar eiginmaður hennar krafðist þess að hún losaði sig við krókódíl sem hún heldur sem gæludýr. 15.10.2009 07:18
Sautján látnir eftir árás í Pakistan Sautján manns eru látnir eftir árás uppreisnarmanna í Lahore, höfuðborg Punjabi-héraðsins í Pakistan, í morgun. 15.10.2009 07:14
Stunginn til bana í Glyngøre Tuttugu og fimm ára gamall maður lést eftir að hann var lagður eggvopni í brjóstið í bænum Glyngøre á Vestur-Jótlandi í gærkvöldi. 15.10.2009 07:11
Allt að 45.000 bandarískir hermenn til Afganistan Talið er að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi í hyggju að senda allt að 45.000 bandaríska hermenn í viðbót til Afganistan. 15.10.2009 07:06
Milljónafjárdráttur af söfnunarreikningi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir milljónafjárdrátt, þar á meðal af tveimur söfnunarreikningum til styrktar Byrginu. Þá hefur Guðmundur, ásamt Jóni Arnari Einarssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Byrginu, verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald. 15.10.2009 07:00
Mikilvægt að horfa yfir flokkslínur Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kveðst bjartsýnn á að tillögur flokksins nái eyrum stjórnarliða á þingi. „Þetta er þannig verkefni að stjórnmálamenn verða að horfa yfir flokkslínur.“ 15.10.2009 06:45
Með íslenskan banka í sigtinu Rannsóknarteymi bresku efnahagsbrotaskrifstofunnar (Serious Fraud Office, SFO) er með íslenskan banka til skoðunar, og bráðlega verður ljóst hvort formleg rannsókn á mögulegum lögbrotum verður hafin. 15.10.2009 06:45
Stórbruni í Vestmannaeyjum Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum er alelda og berst allt tiltækt slökkvilið í eyjunum við brunann. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt og er þakið af elsta húsinu hrunið og eldur er í öðrum húsum fyrirtækisins að sögn lögreglu. Um margar viðbyggingar er að ræða sem gerir slökkvistarf nokkuð erfitt að sögn lögreglu en veðuraðstæður eru sæmilegar. 15.10.2009 06:40
Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum. 15.10.2009 06:30