Fleiri fréttir

Lockerbie ódæðið: Megrahi gagnrýndur harðlega

Maðurinn sem sakfelldur var fyrir Lockerbie ódæðið hefur harðlega verið gagnrýndur af einum virtasta lögfræðingi Skotlands fyrir að birta skjöl til þess að reyna að sanna sakleysi sitt. Hundruðir blaðsíðna af skjölum tengdum ódæðinu sem hinn vellauðugi Abedelbaset Ali Mohamed al Megrahi birti í dómssölum hafa verið sett inn á nýja vefsíðu.

Nefndur sem næsti ritstjóri Moggans

Davíð Oddsson er meðal þeirra sem er orðaður við ritstjórastól Morgunblaðsins, en gengið var frá starfslokum Ólafs Stephensens í dag.

Trúnaðarbrestur milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu

Forsætisráðherra segir að trúnaðarbrestur sé orðinn milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu vegna viðbragða stjórnarandstöðunnar við óformlegum svörum Breta og Hollendinga í tengslum við Icesave. Ríkisstjórnin þurfi að endurmeta samskipti sín við stjórnarandstöðuna.

Enn á ný leyna stjórnvöld gögnum um Icesave

Þjóðin hefur rétt á að sjá viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis Ríkisstjórnin tilkynnti í gær, þann 17. september 2009, að viðbrögð hefðu borist frá Bretum og Hollendingum um þá fyrirvara sem Alþingi gerði við ábyrgð á Icesave skuldbindingunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá InDefence hópnum nú í kvöld.

Leyndarhjúpur umlykur ríkisstjórnina

Þingflokkur framsóknarmanna áréttar að ef fulltrúar Breta og Hollendinga sætta sig ekki að hluta eða í heild við lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna, fellur ábyrgðin úr gildi og þeir fyrirvarar sem við hana eru. Þetta kemur fram í lögunum sjálfum.

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við gagnagrunninn

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við gagnagrunn fyrirtækis Jóns Jósefs Bjarnasonar, tölvunarfræðings, um tengsl manna í viðskiptalífinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu.

Býst ekki við að stjórnvöld svari um helgina

Ólíklegt er að íslensk stjórnvöld muni gefa Bretum og Hollendingum einhver formleg svör um helgina vegna viðbragða þjóðanna við Icesave fyrirvörunum. Þetta segir Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Ríkisstjórnin jafn óvinsæl og stjórn Geirs

Svipuð andstaða mælist nú við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og mældist við ríkisstjórn Geirs H. Haarde strax eftir bankahrun í október í fyrra. 56,1% segjast ekki styðja núverandi stjórn en 54,8% sögðust ekki styðja stjórn Geirs í október. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.

Gera athugasemd við Ragnar H. Hall-ákvæðið

Framlenging ríkisábyrgðar vegna Icesave lánsins fram til ársins 2030 er ekki eini fyrirvarinn sem Bretar og Hollendingar gerðu athugasemdir við í sameiginlegu áliti sem sent var Íslendingum fyrr í vikunni.

Ólafur hættur sem ritstjóri Morgunblaðsins

Ólafur Stephensen lætur af starfi ritstjóra Morgunblaðsins í dag. Ólafur tilkynnti starfsfólki blaðsins þetta í tölvupósti í dag. Fram kom í tölvupóstinum að ákvörðunin hafi verið tekin sameiginlega af honum og stjórn útgáfufélags Morgunblaðsins vegna mismunandi áherslna varðandi rekstur blaðsins.

Svakaleg fjölgun innbrota

Fjölgun innbrota á höfuðborgarsvæðinu er svakaleg, að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í ágúst. Það jafngildir um 10 innbrotum á dag.

Þríeykið stofnar Hreyfinguna

Þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari hafa ákveðið að kljúfa sig úr Borgarahreyfingunni og stofna nýtt stjórnmálaafl, Hreyfinguna. Þetta kom fram á blaðamannafundi á Thorvaldsen í dag. Hinni nýju stjórnmálahreyfingu er ætlað að fylgja upprunalegri stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar og veita grasrótarhreyfingum rödd á Alþingi.

Borgin býður út innheimtu viðskiptakrafna

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bjóða út innheimtu viðskiptakrafna og tengda þjónustu fjármálafyrirtækja borgina. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Það er almenn stefna Reykjavíkurborgar að bjóða út þjónustu fremur en að semja beint við einstök fyrirtæki, að fram kemur í tilkynningu.

Jóna Kristín afsalar sér biðlaunum

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík, mun afsala sér rétti til biðlauna þegar hún lætur af embætti bæjarstjóra um mánaðarmótin nóvember-desember. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver eftirmaður hennar verður en það skýrist fljótlega.

Lögreglan handtók bílþjóf í nótt

Bílþjófur var handtekinn í Reykjavík í nótt. Það voru lögreglumenn við eftirlit sem veittu athygli ljóslausum bíl sem var ekið í miðborginni. Við frekari athugun kom í ljós að bíllinn var stolinn. Við stýrið var kona á þrítugsaldri og var hún handtekin og flutt á lögreglustöð.

Gylfi þegir um áskorun um afsögn

Stjórnarmaður VR skorar í opnu bréfi á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, að segja af sér vegna stjórnarsetu sinnar í fjárfestingarfélagi í Lúxemborg sem var stofnað í gegnum tvö skúffufélög á Tortola. Gylfi segist ekki hafa lesið bréfið.

Bruninn í Laugarásvideo enn í rannsókn

Lögreglan rannsakar enn brunann í Laugarásvideo í lok ágúst. Einn maður var yfirheyrður fyrr í mánuðinum með réttarstöðu grunaðs manns en honum var síðan sleppt.

Á reiki hve margar athugasemdir bárust vegna hótelsins

Hátt í sextán hundruð manns sendu skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar athugasemdir vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar við Ingólfstorg. Nærri 2300 manns sendu hins vegar athugasemdir í gegnum heimasíðu áhugahóps um torgið.

Sakar stjórnarandstöðuna um upplýsingaleka á Facebook

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sakar á Facebook-síðu sinni stjórnarandstöðuna um að leka upplýsingum um viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis vegna ríkisábyrgðarinnar vegna Icesave. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósátt með ásökunina og svarar aðstoðarmanninum fullum hálsi.

Tölvugúrú sækir Ísland heim

Dr. Frank Soltis, aðalhönnuður IBM POWER örgjörvans sem meðal annars er notaður í PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélunum er væntanlegur hingað til lands á IBM Power ráðstefnu Nýherja og Skyggnis.

Tíu innbrot framin á dag á Íslandi

Að meðaltali voru framin 10 innbrot á dag á Íslandi fyrstu átta mánuði þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra.

Óskar eftir ábendingum um niðurskurð sem bitnar á börnum

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, hefur verulegar áhyggjur af stöðu barna í ljósi þess efnahagsástandsins. Hún óskar eftir ábendingum um niðurskurð sem bitnar með einum eða öðrum hætti á börnum.

Boða til greiðsluverkfalls um mánaðarmótin

Á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna sem haldinn var í Iðnó í gær var samþykkt ályktun þar sem gerð er krafa um almennar leiðréttingar lána vegna forsendubrests af völdum kreppunnar.

Segir Breta og Hollendinga ekki krefjast lengri ríkisábyrgðar

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ekki skilja viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvörum Alþingis að þjóðirnar vilji að ríkisábyrgðin verði lengd til ársins 2030 eins og fram hefur komið fram í fjölmiðlum. Utanríkismálanefnd ræddi málið á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í morgun.

Ferð á hagræðingarfund kostaði 1,2 milljónir

Kostnaður borgarinnar vegna ferðar borgarstjóra, formanns borgarráðs og aðstoðarmanns borgarstjóra á ráðstefnu í Bandaríkjunum um lausnir borga vegna kreppunnar var rúmlega 1,2 milljónir króna.

Þríeykið boðar til blaðamannafundar

„Það kemur í ljós á blaðamannafundinum," sagði Þór Saari, aðspurður hvort að þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli að segja skilið við hreyfinguna eða starfa áfram sem þingmenn hennar. Þríeykið hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegi í dag.

Utanríkismálanefnd fundar um viðbrögð Breta og Hollendinga

Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan átta í morgun og er eina dagskrárefnið viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave samkomulaginu. Eins og komið hefur fram, meðal annars í Fréttablaðinu í morgun, krefjast þjóðrinar þess að ríkisábyrgðin gildi til ársins 2030 í stað ársins 2024 eins og áður var gert ráð fyrir og jafnvel að hægt verði að framlengja hana til ársins 2040. Efnahags- og skattanefnd Alþingis mun funda um málið klukkan tíu.

The Clash endurútgefa gamlan smell

Mick Jones og Nicky Headon úr hinni fornfrægu pönksveit The Clash hafa gefið út nýja útgáfu gamla slagarans Jail Guitar Doors frá 1978.

Suður-Kórea aðalskotmarkið

Aðalskotmark hugsanlegrar kjarnavopnaárásar Norður-Kóreumanna er Suður-Kórea. Þetta segir Yu Mung-hwan, utanríkisráðherra Suður-Kóreu.

Reykjavík taki mið af GSM-reglunum

Hjá Reykjavíkurborg hefur almennt verið farið mjög varlega í uppsetningu á GSM-sendum, að sögn formanns umhverfisráðs. Þetta hefur verið gert „þrátt fyrir að allir okkar embættismenn og fræðimenn sem við höfum leitað til segi okkur að það stafi engin hætta af þeim,“ segir formaðurinn, Gísli Marteinn Baldursson.

Nóg komið af kaffitímum

Bæjarstjórinn í Hillerød á Norður-Sjálandi hefur fengið sig fullsaddan af löngum kaffitímum starfsfólks ráðhússins þar í bæ og hyggst banna þá. Hann segir það algjörlega óforsvaranlegt að starfsfólkið kvarti yfir tímaskorti í vinnunni og hangi svo á kaffistofunni í tíma og ótíma.

Óvíst um framtíð al-Zaidi

Íraski blaðamaðurinn Muntader al-Zaidi, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að grýta skóm sínum í George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, í desember í fyrra, segist ekki viss um hvað bíði hans núna eftir að hann er laus úr fangelsi.

Búlgarar rannsaka lottómálið

Svilen Neykov, íþróttamálaráðherra Búlgaríu, hefur fyrirskipað rannsókn á framkvæmd lottósins þar í landi eftir að nákvæmlega sömu sex tölurnar komu upp í lottóinu tvo útdrætti í röð, 6. og 10. september.

Þriðjungur með neikvæða eiginfjárstöðu um áramót

Það stefnir í að þriðjungur þjóðarinnar hafi neikvæða eiginfjárstöðu um áramót og að hlutfallið fari upp í helming þjóðarinnar á næsta ári, sagði Þorvaldur Þorvaldsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna á fjölmennum borgarafundi um væntanlegar aðgerðir almennings, í Iðnó í gærkvöldi.

Réttindalaus á fíkniefnum

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur. Hann var auk þess réttindalaus og á afbrotaferil að baki.

Pallbíll stórskemmdist í eldsvoða

Pallbíll stórskemmdist í eldi fyrir utan íbúðarhús við Þverás í Reykjavík i nótt. Kallað var á slökkvilið, sem var tuttugu mínútur að slökkva eldinn.

Ráðfærir sig við lögfræðinga

Jón Jósef Bjarnason, sem bjó til gagnagrunn um tengsl manna í viðskiptalífinu, segir að Ríkisskattstjóri hafi vegið að mannorði sínu með fréttatilkynningu sem embættið sendi út í fyrrakvöld. Þar segir að til athugunar sé hvort Jón hafi tekið upplýsingar til að nota í gagnagrunninn í heimildarleysi en Jón er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Eins er upplýst í fréttatilkynningunni að einkahlutafélag Jóns Jósefs hafi ekki skilað frá sér ársreikningi undanfarin þrjú ár.

Vilja ábyrgð lengda um allt að sextán ár

Bretar og Hollendingar hafna fyrirvara um að ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna gildi ekki nema til ársins 2024 óháð því hvað þá stendur eftir af skuldinni. Heimildir Fréttablaðsins herma að þjóðirnar geri kröfu um að ákvæðinu verði breytt þannig að ríkisábyrgðin gildi til ársins 2030, og jafnvel sé þá mögulegt að framlengja hana þá um allt að tíu ár.

Kemur vel til greina að endurskoða lögin

Fyllilega kemur til greina að endurskoða kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð um það sem fram kemur í nýútkominni bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, um ofbeldi á Íslandi, og umræðu sem spunnist hefur um efni hennar.

Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu

Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar.

Sjá næstu 50 fréttir