Erlent

Búlgarar rannsaka lottómálið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Svilen Neykov, íþróttamálaráðherra Búlgaríu, hefur fyrirskipað rannsókn á framkvæmd lottósins þar í landi eftir að nákvæmlega sömu sex tölurnar komu upp í lottóinu tvo útdrætti í röð, 6. og 10. september. Líkurnar á að þetta gerist eru 4,2 milljónir á móti einum, að sögn búlgarsks stærðfræðings sem þó tekur það fram að auðvitað geti tilviljanir átt sér stað. Átján manns voru með allar tölurnar réttar í síðari útdrættinum og þrjár af þessum sömu sex tölum komu svo upp þegar dregið var í lottóinu í þriðja skiptið síðasta sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×