Erlent

Óvíst um framtíð al-Zaidi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Al-Zaidi lætur skóna vaða í desember í fyrra.
Al-Zaidi lætur skóna vaða í desember í fyrra.

Íraski blaðamaðurinn Muntader al-Zaidi, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að grýta skóm sínum í George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, í desember í fyrra, segist ekki viss um hvað bíði hans núna eftir að hann er laus úr fangelsi. Al-Zaidi er nú staddur í Damascus í Sýrlandi þar sem hann sætir rannsóknum lækna eftir fangelsisdvölina. Hann segist vilja fara til Grikklands eða Sviss en vonar þó að hann muni snúa aftur til Íraks og halda áfram að þjóna samlöndum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×