Innlent

Gera athugasemd við Ragnar H. Hall-ákvæðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framlenging ríkisábyrgðar vegna Icesave lánsins fram til ársins 2030 er ekki eini fyrirvarinn sem Bretar og Hollendingar gerðu athugasemdir við í sameiginlegu áliti sem sent var Íslendingum fyrr í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis eru jafnframt gerðar athugasemdir við svokallað Ragnars H. Hall ákvæði sem kveður á um það hvernig búinu verði skipt.

Ragnar sagði í sumar að samkvæmt upphaflega samningi Íslendinga við Hollendinga og Breta, um skiptingu þrotabús gamla Landsbankans, væru Íslendingar að greiða mun meira en þær 20.000 evrur sem lög um innistæðutryggingar gera ráð fyrir.

Tekið var tillit til þessarar athugasemdar í fyrirvörunum sem Alþingi samþykkti í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×