Erlent

Keppendum í fegurðarsamkeppni fækkað í kreppunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hópurinn sem stígur á svið í næstu viku.
Hópurinn sem stígur á svið í næstu viku.

Heimskreppan lætur fáa ósnortna og þar eru aðstandendur fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Venesúela engin undantekning.

Þrátt fyrir að ungfrú Venesúela hafi tvisvar sinnum í röð orðið alheimsfegurðardrottning, auðvitað ekki sama manneskjan í bæði skiptin samt, neyðast stjórnendur keppninnar heima fyrir í Venesúela til að grípa til sársaukafulls niðurskurðar. Þetta táknar að í ár verða það 20 en ekki 30 stúlkur sem bítast um titilinn ungfrú Venesúela og hefur skipuleggjanda keppninnar, Joaquin Riviera, verið skipað að velja þær 20 stúlkur sem hann telur sigurstranglegastar fyrir keppnina sem haldin verður á fimmtudaginn.

Í hverju felst niðurskurðurinn þá aðallega? Jú, færri kjóla þarf að kaupa og það sem ef til vill mestu munar er að kostnaðurinn við lýtaaðgerðir verður mun minni. Venesúela státar nefnilega af einni hæstu tíðni lýtaaðgerða í heiminum og þótt aðstandendur fegurðarsamkeppninnar þvertaki fyrir það hafa margar stúlknanna tekið töluvert meiri breytingum en fást með lóðalyftingum og andlitsfarða. Ekkert skal þó fullyrt um hvort ungfrú heimur 2009, hin venesúelska Stefania Fernandez, hafi lagst undir hnífinn áður en hún steig á svið en hún er aðeins 18 vetra gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×