Fleiri fréttir Látum ekki hræða okkur að einhverri niðurstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir boltann nú vera í höndunum Ríkisstjórnarinnar og vonar að hún klúðri Icesavemálinu ekki jafn hörmulega og hún gerði á sínum tíma. Þorgerður undrast vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar í dag sem hún segir reyna að stýra umræðunni. Hún veltir fyrir sér hvaða hagsmuna Ríkisstjórnin er að gæta í málinu. 17.9.2009 21:51 Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17.9.2009 20:30 Kemur ekki til greina að hverfa frá fyrirvörunum Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í kvöld vegna viðbragða Hollendinga og Breta við Icesavefyrirvörunum svokölluðu er lokið. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: 17.9.2009 21:30 116 flugmenn með uppsagnarbréf eða í uppsögn Icelandair ehf. sagði upp 69 flugmönnum fyrir veturinn og tók hluti þeirra uppsagna gildi 1. september síðastliðinn og átti rest að taka gildi 1.október næstkomandi. Nú nýverið er þó búið að draga til baka 10 uppsagnir af þessum 69. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA. 17.9.2009 21:15 Fundaði með utanríkisráðherra Spánar í kvöld Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, í Stjórnarráðshúsinu í kvöld. Ráðherrararnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Spánar sem eiga sér langa sögu og þörfina á frekari samræðu milli stjórnvalda í löndunum m.a. um hagsmuni í sjávarútvegsmálum. 17.9.2009 20:00 Tafir Svandísar atlaga gegn endurreisninni Þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sakar umhverfisráðherra um atlögu gegn endurreisn efnahagslífsins með því draga mánuðum saman að staðfesta skipulagsbreytingar sem leyfa virkjanir í Þjórsá. 17.9.2009 19:25 Segist saklaus af alþjóðlegum fjársvikum Jóhannes Skúlason, sem grunaður er um aðild að alþjóðlegu fjársvikamáli var látinn laus í lok ágúst gegn greiðlu 10 milljóna íslenskra króna. Jóhannes segist fullviss um sakleysi sitt en hann mál hans verður tekið fyrir í febrúar. 17.9.2009 19:19 Samgöngumiðstöð í óvissu Áform um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri eru í uppnámi eftir að Reykjavíkurborg þrengdi mjög þá lóð sem henni er ætluð norðan Loftleiðahótels. Verkefnisstjórn efast um að samgöngumiðstöðin rúmist á lóðinni. 17.9.2009 19:10 Vill lítið segja um viðbrögðin Fjármálaráðherra vill ekki staðfesta hvort Bretar og Hollendingar sætti sig ekki við að ríkisábyrgð Íslendinga vegna Icesavesamkomulagsins gildi ekki eftir 2024. 17.9.2009 18:55 40 nemendur skráðir í skóla án starfsleyfis Fjörutíu nemendur hafa þegar verið skráðir til náms í nýjum einkareknum grunnskóla í Reykjavík, Menntaskólanum, sem ekki hefur fengið starfsleyfi. Menntamálaráðuneytið er ekki byrjað að fjalla um leyfið. Aðstandendur skólans fá ekki lykla að væntanlegu skólahúsnæði fyrr en starfsleyfið er fengið. 17.9.2009 18:30 Stærsti heróínfundur Bretlands Risafarmur af heróíni sem talið er vera um 25 milljóna punda virði hefur verið gerður upptækur á Bretlandi. Þetta er talið vera stærsti heróínfundur í landinu. Landamæraeftirlit Bretlands á Heathrow stöðvaði vörusendingu með smávarningi sem kom til landsins frá Suður Afríku, fyrr í þessu mánuði. Þegar sendingin var skoðuð betur komu um 165 kíló af efninu í ljós. 17.9.2009 17:29 Hæstiréttur mildar refsingu fjársvikamanna Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir þremur ungmennum sem höfðu verið dæmd fyrir hylmingu með því að hafa veitt fé viðtöku sem svikið hafði verið út úr sjóðum Tryggingastofnunar ríkisins. 17.9.2009 16:48 Hæstiréttur mildar dóm yfir barnaníðingi Hæstiréttur Íslands mildaði þriggja ára fangelsisdóm yfir fyrrum ökukennaranum Hauki Helgasyni í dag. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember á síðasta ári fyrir brot gegn fjórum drengjum. Haukur gekkst við flestum ákæruliðunum en taldi sig ekki hafa framið lögbrot. 17.9.2009 16:44 Lögregla hafði afskipti af veggjakroturum og búðaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur veggjakroturum í Kópavogi um kaffileytið í gær. Um var að ræða tvo pilta, 14 og 15 ára, en meðferðis höfðu þeir tvær töskur fullar af spreybrúsum. Lögreglan hafði samband við forráðamenn þeirra og lagt hald á töskurnar og innihald þeirra. 17.9.2009 16:15 Bretar og Hollendingar hafa svarað islenskum stjórnvöldum Stjórnvöldum hafa borist óformlegar hugmyndir Breta og Hollendinga um hvernig þeir telja sig geta staðið að samþykki fyrirvara við Icesave-samningana. Þetta staðfestir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Elías segir að þetta séu engar endanlegar niðurstöður heldur hugmyndir. Hugmyndirnar eru ræddar í trúnaði við bresk og hollensk stjórnvöld og verða því ekki kynntar almenningi að svo komnu máli. 17.9.2009 15:43 Íbúðalánasjóður herðir öryggisreglur Frá og með mánudeginum 21. september næstkomandi þurfa viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að auðkenna sig með veflykli RSK eða rafrænum skilríkjum til að gera greiðslumat og sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði. 17.9.2009 15:33 Kannabis á Kjalarnesi og í Kópavogi Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 50 kannabisplöntur að því er segir í tilkynningu frá lögrelgu en einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni. 17.9.2009 15:30 Ríkisráð kemur saman á morgun Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan ellefu. Um er að ræða hefðbundin ríkisráðsfund en þeir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. 17.9.2009 15:15 Gjaldeyrisvarasjóðslánin jafn brýn nú og í nóvember Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. 17.9.2009 15:15 Einn á spítala vegna svínaflensu Þann 6. september höfðu alls höfðu 193 einstaklingar greinst með inflúensu A(H1N1)v, þekkt sem svínaflensa, hér á landi samkvæmt veirufræðideild Landspítalans. 17.9.2009 15:10 Fosshótel hætta að rukka sjúklinga fyrir gistingu Fosshótel hafa tekið þá ákvörðun að láta af beinni innheimtu gjalda af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli vegna álits Umboðsmanns Alþingis sem birt var í gær. 17.9.2009 14:49 Lottótölur gera Búlgara brjálaða Búlgörsk stjórnvöld hafa hleypt af stokkunum rannsókn vegna ótrúlegs atviks sem átti sér stað í ríkislottói landsins á dögunum. Þá voru dregnar út tölurnar 4 - 15 - 23 - 24 - 35 og 42, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að nákvæmlega sömu tölur komu upp úr kassanum í drættinum vikuna á undan. 17.9.2009 14:46 Yfirlýsingar að vænta frá þríeykinu Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa fundað í allan dag um framtíð sína innan stjórnmálahreyfingarinnar. Formaðurinn er bjartsýnn á að þeir muni starfa áfram fyrir hreyfinguna. Von er á yfirlýsingu frá þríeykinu síðar í dag. 17.9.2009 14:32 Fimm smyglarar handteknir á einni viku Fimm meintir fíkniefnasmyglarar hafa verið stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli á einni viku. Allir eru þeir í haldi lögreglunnar en búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim öllum. 17.9.2009 14:05 Leggja væntanlega til framhaldsrannsókn á bankahruninu Rannsóknarnefnd Alþingis skilar niðurstöðum sínum um bankahrunið eftir nokkrar vikur. Í byrjun næsta mánaðar fær nefndin skýra mynd af stöðu mála og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um endanleg skil. Þá verður ár fá því að bankarnir féllu. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, telur ekki ólíklegt að gerðar verði tillögur um framhaldsrannsókn á einstökum þáttum bankahrunsins. 17.9.2009 13:35 Kona á sextugsaldri stal brjósthaldara Rétt tæplega sextíu ára kona var dæmd fyrir að stela brjóstahaldara og nærbuxum í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 17.9.2009 13:30 Eyðilögðu golfvöll á golfbíl Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir eignaspjöll þegar þeir keyrðu golfbíl á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi ytra í júlí á síðasta ári. Samkvæmt ákæruskjali þá óku þeir golfbílnum með þeim afleiðingum að þeir brutu fimm golfstangir við flatir auk þess sem þeir skemmdu sandgryfjur og fleira. 17.9.2009 12:55 AGS: Steingrímur heldur enn í vonina Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vonbrigði ef endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi verði ekki tekin til endurskoðunar í þessum mánuði. Sjóðurinn hefur tengt endurskoðunina lausn Icesavedeilunnar, en forsætisráðherrar Hollands og Bretlands hafa enn ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur vegna málsins. 17.9.2009 12:52 Skatttekjur borgarinnar dragast saman um milljarða Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir skatttekjur lækki um rúmlega 6% eða tæplega 2,5 milljarða króna, fjármagnstekjur lækki um 1,3 milljarða og velferðarútgjöld aukist um tæplega 2 milljarða króna. Reynt verður að forgangsraða í þágu grunnþjónustu, barna og velferðar. 17.9.2009 12:51 Hótelgestir fá afslátt ef þeir búa til barn Karabíska hótelið Westin Resort býður gestum sem dvelja á hótelinu afslátt af gistingu ef þeir geta barn á meðan að á dvöl þeirra á hótelinu stendur. Hótelið er staðsett á karabísku eyjunni Aruba. 17.9.2009 12:41 Innbrotsþjófur gekk beint í flasið á húsráðendum Lögreglan handtók innbrotsþjóf nálægt Úthlíð í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. 17.9.2009 12:01 Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17.9.2009 11:58 Geir Haarde í skandinavískum spjallþætti Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður á meðal gesta í hinum geysivinsæla spjallþætti Skavlan sem sýndur samtímis í sænsku og norsku ríkisstöðvunum. Þátturinn fer í loftið á morgun klukkan sjö að íslenskum tíma og geta áskrifendur Fjölvarpsins horft á þáttinn á SVT 1 eða NRK 1. 17.9.2009 10:41 Færri börn deyja á hverju ári Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hélt áfram að lækka á árinu 2008 og hefur hún lækkað samfellt í tuttugu ár, segir í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 17.9.2009 10:24 Slasaði 10 manns með Molotov kokteil Nítján ára gamall nemandi slasaði 10 manns eftir að hann henti bensínsprengju, eða svokölluðum Molotov kokteil, að framhaldsskóla í Þýskalandi í morgun. 17.9.2009 10:10 Misnotaði dóttur sína í 30 ár Ástralar eru slegnir yfir máli föður í Viktoríufylki sem hélt dóttur sinni fanginni frá ellefu ára aldri og misnotaði hana kynferðislega nánast daglega í 30 ár. Nágrannar feðginanna játuðu að þá hefði grunað eitthvað en vildu þó ekki segja neitt þar sem þeir vildu ekki valda neinum vandræðum. 17.9.2009 10:07 Danskir Vítisenglar handteknir Lögregla í bænum Vejle á Suður-Jótlandi réðst í gær til inngöngu í félagsheimili vélhjólaklúbbsins Vítisengla sem nýlega var tekið í notkun þar í bænum. Nokkrir hafa verið handteknir en talsmaður lögreglunnar í Vejle vill ekki tjá sig um það enn sem komið er hvort vopn eða fíkniefni hafi fundist í húsnæðinu. 17.9.2009 10:04 Símasvindl frá Túnis: Hringdi 300 sinnum í íslenska konu „Ég er með þrjúhundruð missed calls,“ segir kona sem virðist hafa lent í svikahröppum frá Túnis en þeir hringja linnulaust í farsíma hennar. Í fyrstu svaraði hún en þá talaði maðurinn á línunni enga ensku. Eftir nokkurt þóf áttaði konan sig á því að hann talaði hrafl í frönsku, en sjálf talar hún tungumálið. 17.9.2009 09:37 Samið um launahækkun starfsmanna HS Orku Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar hafa undirritað og samþykkt nýjan kjarasamning við HS Orku hf. 17.9.2009 09:32 Tyrkinn Sultan Kosen er hæsti maður í heimi Tyrkinn Sultan Kosen hefur verið útnefndur hæsti maður heimsins í nýjustu útgáfu Heimsmetabókar Guinness. 17.9.2009 08:29 Deilt um háhælaskyldu Bresk stéttarfélög deila nú við vinnuveitendur um það hvort hægt sé að skylda konur til að ganga í háhælaskóm í vinnunni. 17.9.2009 08:10 Einn af hverjum sjö vill múrinn aftur Einn af hverjum sjö Þjóðverjum vill gjarnan fá Berlínarmúrinn aftur og telur þessi hópur lífið hafa verið mun betra þegar Þýskalandi var skipt milli austurs og vesturs. 17.9.2009 08:08 Breskur sjúklingur heldur matarbingó Sjúklingi á breskum spítala ofbýður svo maturinn sem fyrir hann er borinn að hann hefur birt myndir af honum á Netinu og býður almenningi að reyna að giska á um hvaða rétti sé að ræða. 17.9.2009 07:32 Yfirheyra grunaðan al Qaeda-liða í Denver Bandaríska alríkislögreglan FBI yfirheyrir nú rúmlega tvítugan mann í Denver í Colorado en hann er talinn tengjast hópi á vegum al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í New York sem lögreglan handtók í byrjun vikunnar. 17.9.2009 07:30 Burt Reynolds í meðferð Leikarinn Burt Reynolds er kominn inn á meðferðarstofnun í þeim tilgangi að reyna að venja sig af sterkum verkjalyfjum sem hann ánetjaðist í kjölfar skurðaðgerðar á baki, sem hann gekkst undir á dögunum. 17.9.2009 07:28 Sjá næstu 50 fréttir
Látum ekki hræða okkur að einhverri niðurstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir boltann nú vera í höndunum Ríkisstjórnarinnar og vonar að hún klúðri Icesavemálinu ekki jafn hörmulega og hún gerði á sínum tíma. Þorgerður undrast vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar í dag sem hún segir reyna að stýra umræðunni. Hún veltir fyrir sér hvaða hagsmuna Ríkisstjórnin er að gæta í málinu. 17.9.2009 21:51
Seldi íslendingum Nígeríubréf Sveinn Friðfinnsson, sem nú er talinn hafa staðið fyrir miklu svindli í Svíþjóð, var rannsakaður af íslensku lögreglunni í eitt og hálft ár, áður en mál hans var fellt niður. Hann samdi við Íslendinga sem töldu sig svikna, um að endurgreiða þeim tjónið, en stóð ekki við samninginn. 17.9.2009 20:30
Kemur ekki til greina að hverfa frá fyrirvörunum Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í kvöld vegna viðbragða Hollendinga og Breta við Icesavefyrirvörunum svokölluðu er lokið. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: 17.9.2009 21:30
116 flugmenn með uppsagnarbréf eða í uppsögn Icelandair ehf. sagði upp 69 flugmönnum fyrir veturinn og tók hluti þeirra uppsagna gildi 1. september síðastliðinn og átti rest að taka gildi 1.október næstkomandi. Nú nýverið er þó búið að draga til baka 10 uppsagnir af þessum 69. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA. 17.9.2009 21:15
Fundaði með utanríkisráðherra Spánar í kvöld Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, í Stjórnarráðshúsinu í kvöld. Ráðherrararnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Spánar sem eiga sér langa sögu og þörfina á frekari samræðu milli stjórnvalda í löndunum m.a. um hagsmuni í sjávarútvegsmálum. 17.9.2009 20:00
Tafir Svandísar atlaga gegn endurreisninni Þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sakar umhverfisráðherra um atlögu gegn endurreisn efnahagslífsins með því draga mánuðum saman að staðfesta skipulagsbreytingar sem leyfa virkjanir í Þjórsá. 17.9.2009 19:25
Segist saklaus af alþjóðlegum fjársvikum Jóhannes Skúlason, sem grunaður er um aðild að alþjóðlegu fjársvikamáli var látinn laus í lok ágúst gegn greiðlu 10 milljóna íslenskra króna. Jóhannes segist fullviss um sakleysi sitt en hann mál hans verður tekið fyrir í febrúar. 17.9.2009 19:19
Samgöngumiðstöð í óvissu Áform um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri eru í uppnámi eftir að Reykjavíkurborg þrengdi mjög þá lóð sem henni er ætluð norðan Loftleiðahótels. Verkefnisstjórn efast um að samgöngumiðstöðin rúmist á lóðinni. 17.9.2009 19:10
Vill lítið segja um viðbrögðin Fjármálaráðherra vill ekki staðfesta hvort Bretar og Hollendingar sætti sig ekki við að ríkisábyrgð Íslendinga vegna Icesavesamkomulagsins gildi ekki eftir 2024. 17.9.2009 18:55
40 nemendur skráðir í skóla án starfsleyfis Fjörutíu nemendur hafa þegar verið skráðir til náms í nýjum einkareknum grunnskóla í Reykjavík, Menntaskólanum, sem ekki hefur fengið starfsleyfi. Menntamálaráðuneytið er ekki byrjað að fjalla um leyfið. Aðstandendur skólans fá ekki lykla að væntanlegu skólahúsnæði fyrr en starfsleyfið er fengið. 17.9.2009 18:30
Stærsti heróínfundur Bretlands Risafarmur af heróíni sem talið er vera um 25 milljóna punda virði hefur verið gerður upptækur á Bretlandi. Þetta er talið vera stærsti heróínfundur í landinu. Landamæraeftirlit Bretlands á Heathrow stöðvaði vörusendingu með smávarningi sem kom til landsins frá Suður Afríku, fyrr í þessu mánuði. Þegar sendingin var skoðuð betur komu um 165 kíló af efninu í ljós. 17.9.2009 17:29
Hæstiréttur mildar refsingu fjársvikamanna Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir þremur ungmennum sem höfðu verið dæmd fyrir hylmingu með því að hafa veitt fé viðtöku sem svikið hafði verið út úr sjóðum Tryggingastofnunar ríkisins. 17.9.2009 16:48
Hæstiréttur mildar dóm yfir barnaníðingi Hæstiréttur Íslands mildaði þriggja ára fangelsisdóm yfir fyrrum ökukennaranum Hauki Helgasyni í dag. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember á síðasta ári fyrir brot gegn fjórum drengjum. Haukur gekkst við flestum ákæruliðunum en taldi sig ekki hafa framið lögbrot. 17.9.2009 16:44
Lögregla hafði afskipti af veggjakroturum og búðaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur veggjakroturum í Kópavogi um kaffileytið í gær. Um var að ræða tvo pilta, 14 og 15 ára, en meðferðis höfðu þeir tvær töskur fullar af spreybrúsum. Lögreglan hafði samband við forráðamenn þeirra og lagt hald á töskurnar og innihald þeirra. 17.9.2009 16:15
Bretar og Hollendingar hafa svarað islenskum stjórnvöldum Stjórnvöldum hafa borist óformlegar hugmyndir Breta og Hollendinga um hvernig þeir telja sig geta staðið að samþykki fyrirvara við Icesave-samningana. Þetta staðfestir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Elías segir að þetta séu engar endanlegar niðurstöður heldur hugmyndir. Hugmyndirnar eru ræddar í trúnaði við bresk og hollensk stjórnvöld og verða því ekki kynntar almenningi að svo komnu máli. 17.9.2009 15:43
Íbúðalánasjóður herðir öryggisreglur Frá og með mánudeginum 21. september næstkomandi þurfa viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs að auðkenna sig með veflykli RSK eða rafrænum skilríkjum til að gera greiðslumat og sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðarlánasjóði. 17.9.2009 15:33
Kannabis á Kjalarnesi og í Kópavogi Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 50 kannabisplöntur að því er segir í tilkynningu frá lögrelgu en einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni. 17.9.2009 15:30
Ríkisráð kemur saman á morgun Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan ellefu. Um er að ræða hefðbundin ríkisráðsfund en þeir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. 17.9.2009 15:15
Gjaldeyrisvarasjóðslánin jafn brýn nú og í nóvember Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. 17.9.2009 15:15
Einn á spítala vegna svínaflensu Þann 6. september höfðu alls höfðu 193 einstaklingar greinst með inflúensu A(H1N1)v, þekkt sem svínaflensa, hér á landi samkvæmt veirufræðideild Landspítalans. 17.9.2009 15:10
Fosshótel hætta að rukka sjúklinga fyrir gistingu Fosshótel hafa tekið þá ákvörðun að láta af beinni innheimtu gjalda af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli vegna álits Umboðsmanns Alþingis sem birt var í gær. 17.9.2009 14:49
Lottótölur gera Búlgara brjálaða Búlgörsk stjórnvöld hafa hleypt af stokkunum rannsókn vegna ótrúlegs atviks sem átti sér stað í ríkislottói landsins á dögunum. Þá voru dregnar út tölurnar 4 - 15 - 23 - 24 - 35 og 42, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að nákvæmlega sömu tölur komu upp úr kassanum í drættinum vikuna á undan. 17.9.2009 14:46
Yfirlýsingar að vænta frá þríeykinu Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa fundað í allan dag um framtíð sína innan stjórnmálahreyfingarinnar. Formaðurinn er bjartsýnn á að þeir muni starfa áfram fyrir hreyfinguna. Von er á yfirlýsingu frá þríeykinu síðar í dag. 17.9.2009 14:32
Fimm smyglarar handteknir á einni viku Fimm meintir fíkniefnasmyglarar hafa verið stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli á einni viku. Allir eru þeir í haldi lögreglunnar en búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim öllum. 17.9.2009 14:05
Leggja væntanlega til framhaldsrannsókn á bankahruninu Rannsóknarnefnd Alþingis skilar niðurstöðum sínum um bankahrunið eftir nokkrar vikur. Í byrjun næsta mánaðar fær nefndin skýra mynd af stöðu mála og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um endanleg skil. Þá verður ár fá því að bankarnir féllu. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, telur ekki ólíklegt að gerðar verði tillögur um framhaldsrannsókn á einstökum þáttum bankahrunsins. 17.9.2009 13:35
Kona á sextugsaldri stal brjósthaldara Rétt tæplega sextíu ára kona var dæmd fyrir að stela brjóstahaldara og nærbuxum í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 17.9.2009 13:30
Eyðilögðu golfvöll á golfbíl Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir eignaspjöll þegar þeir keyrðu golfbíl á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi ytra í júlí á síðasta ári. Samkvæmt ákæruskjali þá óku þeir golfbílnum með þeim afleiðingum að þeir brutu fimm golfstangir við flatir auk þess sem þeir skemmdu sandgryfjur og fleira. 17.9.2009 12:55
AGS: Steingrímur heldur enn í vonina Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vonbrigði ef endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi verði ekki tekin til endurskoðunar í þessum mánuði. Sjóðurinn hefur tengt endurskoðunina lausn Icesavedeilunnar, en forsætisráðherrar Hollands og Bretlands hafa enn ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur vegna málsins. 17.9.2009 12:52
Skatttekjur borgarinnar dragast saman um milljarða Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir skatttekjur lækki um rúmlega 6% eða tæplega 2,5 milljarða króna, fjármagnstekjur lækki um 1,3 milljarða og velferðarútgjöld aukist um tæplega 2 milljarða króna. Reynt verður að forgangsraða í þágu grunnþjónustu, barna og velferðar. 17.9.2009 12:51
Hótelgestir fá afslátt ef þeir búa til barn Karabíska hótelið Westin Resort býður gestum sem dvelja á hótelinu afslátt af gistingu ef þeir geta barn á meðan að á dvöl þeirra á hótelinu stendur. Hótelið er staðsett á karabísku eyjunni Aruba. 17.9.2009 12:41
Innbrotsþjófur gekk beint í flasið á húsráðendum Lögreglan handtók innbrotsþjóf nálægt Úthlíð í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. 17.9.2009 12:01
Sveinn sætti rannsókn - málið látið niður falla Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa svikið milljarða króna af grunlausum Svíum, sætti opinberri rannsókn íslensku lögreglunnar í eitt og hálft ár, áður en málið var látið niður falla. 17.9.2009 11:58
Geir Haarde í skandinavískum spjallþætti Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður á meðal gesta í hinum geysivinsæla spjallþætti Skavlan sem sýndur samtímis í sænsku og norsku ríkisstöðvunum. Þátturinn fer í loftið á morgun klukkan sjö að íslenskum tíma og geta áskrifendur Fjölvarpsins horft á þáttinn á SVT 1 eða NRK 1. 17.9.2009 10:41
Færri börn deyja á hverju ári Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hélt áfram að lækka á árinu 2008 og hefur hún lækkað samfellt í tuttugu ár, segir í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 17.9.2009 10:24
Slasaði 10 manns með Molotov kokteil Nítján ára gamall nemandi slasaði 10 manns eftir að hann henti bensínsprengju, eða svokölluðum Molotov kokteil, að framhaldsskóla í Þýskalandi í morgun. 17.9.2009 10:10
Misnotaði dóttur sína í 30 ár Ástralar eru slegnir yfir máli föður í Viktoríufylki sem hélt dóttur sinni fanginni frá ellefu ára aldri og misnotaði hana kynferðislega nánast daglega í 30 ár. Nágrannar feðginanna játuðu að þá hefði grunað eitthvað en vildu þó ekki segja neitt þar sem þeir vildu ekki valda neinum vandræðum. 17.9.2009 10:07
Danskir Vítisenglar handteknir Lögregla í bænum Vejle á Suður-Jótlandi réðst í gær til inngöngu í félagsheimili vélhjólaklúbbsins Vítisengla sem nýlega var tekið í notkun þar í bænum. Nokkrir hafa verið handteknir en talsmaður lögreglunnar í Vejle vill ekki tjá sig um það enn sem komið er hvort vopn eða fíkniefni hafi fundist í húsnæðinu. 17.9.2009 10:04
Símasvindl frá Túnis: Hringdi 300 sinnum í íslenska konu „Ég er með þrjúhundruð missed calls,“ segir kona sem virðist hafa lent í svikahröppum frá Túnis en þeir hringja linnulaust í farsíma hennar. Í fyrstu svaraði hún en þá talaði maðurinn á línunni enga ensku. Eftir nokkurt þóf áttaði konan sig á því að hann talaði hrafl í frönsku, en sjálf talar hún tungumálið. 17.9.2009 09:37
Samið um launahækkun starfsmanna HS Orku Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar hafa undirritað og samþykkt nýjan kjarasamning við HS Orku hf. 17.9.2009 09:32
Tyrkinn Sultan Kosen er hæsti maður í heimi Tyrkinn Sultan Kosen hefur verið útnefndur hæsti maður heimsins í nýjustu útgáfu Heimsmetabókar Guinness. 17.9.2009 08:29
Deilt um háhælaskyldu Bresk stéttarfélög deila nú við vinnuveitendur um það hvort hægt sé að skylda konur til að ganga í háhælaskóm í vinnunni. 17.9.2009 08:10
Einn af hverjum sjö vill múrinn aftur Einn af hverjum sjö Þjóðverjum vill gjarnan fá Berlínarmúrinn aftur og telur þessi hópur lífið hafa verið mun betra þegar Þýskalandi var skipt milli austurs og vesturs. 17.9.2009 08:08
Breskur sjúklingur heldur matarbingó Sjúklingi á breskum spítala ofbýður svo maturinn sem fyrir hann er borinn að hann hefur birt myndir af honum á Netinu og býður almenningi að reyna að giska á um hvaða rétti sé að ræða. 17.9.2009 07:32
Yfirheyra grunaðan al Qaeda-liða í Denver Bandaríska alríkislögreglan FBI yfirheyrir nú rúmlega tvítugan mann í Denver í Colorado en hann er talinn tengjast hópi á vegum al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í New York sem lögreglan handtók í byrjun vikunnar. 17.9.2009 07:30
Burt Reynolds í meðferð Leikarinn Burt Reynolds er kominn inn á meðferðarstofnun í þeim tilgangi að reyna að venja sig af sterkum verkjalyfjum sem hann ánetjaðist í kjölfar skurðaðgerðar á baki, sem hann gekkst undir á dögunum. 17.9.2009 07:28