Fleiri fréttir

Allir leggja gott til Sigmundar

„Ég held að þetta sé misskilningur og víst er að hann á engum að mæta nema vinum, að minnsta kosti í þeim hópi Samfylkingarinnar sem ég tilheyri. Þar hefur enginn maður nema gott til hans lagt,“ segir Össur Skarphéðinsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonar, formaður Framsóknarflokksins, hefur sakað Samfylkinguna um rógsherferð gegn sér.

Ræddu mögulegt samstarf

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser, sem vill kaupa útgáfufélag Morgunblaðsins, fundaði með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stærsta hluthafa 365 miðla, og forstjóra félagsins í gær. Á fundinum var rætt um möguleika á samstarfi á sviði prentunar og dreifingar.

Lengsta rennibraut landsins

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja sundlaug á Álftanesi, en skóflustunga var tekin af henni í desember árið 2007. Reiknað er með að hún opni í vor. Framkvæmdir voru vel á veg komnar þegar efnahagskreppan skall á, en Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Álftaness, segir að ekki hafi verið um annað að ræða en að halda þeim áfram.

Vilja refsiaðgerðir fyrir skattaskjólin

Herða þarf reglur og eftirlit með fjármálakerfi heimsins, þar með talið vogunarsjóðum, og með þeim fjárfestum sem þar starfa, að mati leiðtoga nokkurra helstu Evrópuríkja, sem funduðu í Berlín í gær.

Í það minnsta 74 taldir af

Að minnsta kosti 74 námaverkamenn voru í gær taldir af eftir að gassprenging varð í kolanámu í borginni Gujiao í norðurhluta Kína í gær. Öryggismál höfðu fram að slysinu verið í góðu lagi hjá námunni. Talið er að 436 námaverkamenn hafi verið í námunni þegar sprengingin varð. Í það minnsta 114 slösuðust í sprengingunni. Einhverjir lokuðust inni í námunni, en þeim hafði öllum verið bjargað í gærkvöldi. Ástand öryggismála í kínverskum námum hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið og hafa kínversk stjórnvöld ítrekað lofað úrbótum.- bj

Þingfundur hafinn

Fundur er hafinn á Alþingi, en honum var frestað þrisvar sinnum í dag. Þingfundi sem átti að hefjast klukkan þrjú í dag var frestað um leið og hann hófst. Var það gert að ósk stjórnarflokkanna og sagði Guðbjartur

Segir fólk í átthagafjötrum í borginni

Nú í kreppunni hefur áhugi fólks á því að búa á landsbyggðinni stóraukist og nú þegar fjölgar ungu fólki í nokkrum byggðum þar sem slíku hefur ekki verið að fagna í áraraðir.

Von úr ösku örvæntingar

„Við rísum saman með von úr ösku örvæntingarinnar,“ sagði Kevin Rudd, forsætis­ráðherra Ástralíu, þegar hann minntist fórnarlamba gríðarlegra skógarelda í landinu undanfarið.

Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar

Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri.

„Þetta verður erfitt. Framtíðin er svört“

Viðskiptaráðherrann Gylfi Magnússon var í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag í dag að efnahagsleg framtíð Íslands væri svört. Þegar blaðamaður blaðsins spyr hvernig í ósköpunum íslenska þjóðin ætli að borga 10 milljarða dollara lán sem ríkið hefur fengið undanfarið svarar Gylfi undankomulaust: „Það verður erfitt. Framtíðin er svört.“

Grænmetisumbúðir bannaðar af neytendastofu

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu sem rekur Íslenskt meðlæti hf að nota umbúðir sínar utan um fryst grænmeti óbreyttar. Íslenskt meðlæti selur útlenskt grænmeti með íslensku fánalitunum. Umbúðirnar eru villandi að mati Neytendastofu.

Þingmenn evrópráðsins geta fengið eina milljón punda fyrir störf sín

Þingmenn Evrópuráðsins þéna allt að eina milljón punda, sem þeir fá greitt frá skattgreiðendum í formi aukakostnaðar, yfir eitt kjörtímabil sem eru fimm ár. Þetta kemur fram á vef Telegraph í kvöld. Þetta kom í ljós eftir að 92 blaðsíðna skýrslu var lekið í fjölmiðla. Efni hennar fer vandlega yfir aukakostnað þingmannanna.

Gríðarleg fjölgun erlendra fanga

Fjöldi útlendra fanga, sem afplánar dóm eða situr í gæsluvarðhaldi hér á landi, hefur margfaldast á milli ára. Alls sátu 64 erlendir ríkisborgarar í íslenskum fangelsum á síðasta ári.

Davíð burt von bráðar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra reiknar með að Alþingi samþykki lög um Seðlabanka Íslands í vikunni og að hún skipi um leið nýjan aðalbankastjóra og aðstoðarbankastjóra til bráðabirgða. Hún telur að núverandi bankastjórar Seðlabankans yfirgefi bankann innan fárra daga.

Íslensk hjón segjast svikin

Íslenskum hjónum, með fjögur ung börn, og feðgum var flogið heim frá Danmörku í gær á kostnað ríkisins eftir að hafa misst allt sitt í hendur Íslendings sem þau saka um að hafa vísvitandi nýtt sér neyð þeirra og haft af þeim aleiguna. Neyðin var slík að íslenska sendiráðið í Danmörku sendi þeim pening í vikunni til að börnin syltu ekki.

Framsókn kynnir stjórnarflokkum eigin tillögur

Forysta Framsóknarflokksins kynnti leiðtogum stjórnarflokkanna (LUM) nú síðdegis tillögur sínar í efnahagsmálum, sem þeir telja að hrynda þurfi í framkvæmd bæði fyrir og eftir kosningar. Framsóknarmenn höfðu fyrirhugað að kynna tillögurnar á fréttamannafundi í dag, en frestuðu þeim fundi til morguns vegna þess að þeir vildu fyrst kynna tillögur sínar fyrir stjórnarflokkunum. Tillögunum er bæði ætlað að styðja við aðgerðir ríkisstjórnarinnar og halda stjórnarflokkunum við efnið.

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum í nótt

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum fyrir framan Kodak leikhúsið í Hollywood í kvöld þar sem allar helstu kvikmyndastjörnur samtíðarinnar koma saman í tilefni Óskarsverðlaunanna. Hver stjarnan á fætur annari mætir á svæðið til þess að sýna sig og sjá aðra. Útsending hefst á miðnætti og henni lýkur klukkutíma síðar.

Sómalskir sjóræningjar ræna grísku flutningaskipi

Fréttamaður BBC, Jonah Fisher, sem er staddur í herskipi undan ströndum Sómalíu, segir á vef breska ríkisútvarpsins að sómalskir sjóræningjar hafi rænt enn einu skipinu. Um er að ræða flutningaskip í eigu Grikkja. Sjóræningjarnir eiga að hafa haft samband við breska herskipið þar sem þeir sögðu þeim að halda sig í burtu.

Velti bílnum í götukappakstri

Ungur ökumaður velti bílnum sínum á Stapabraut í Innri Njarðvík í gærkvöldi en ástæðan var sú að hann var í kappakstri við annan ökuþór, sem var á svipuðum aldri, en þeir eru rétt tæplega tvítugir.

Atli Gíslason: Fangar eru kórdrengir miðað við auðmenn

„Ég á nöfnin á þessum fjörtíu, fimmtíu mönnum sem við erum að tala um," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna spurður út í ummæli sín í Silfri Egils fyrr í dag þar sem hann talaði um að bankarnir á landinu þyrftu að setja auðmenn á válista.

Útskrifuð af gjörgæslu eftir tunnuslys

Önnur kvennanna sem lenti í alvarlegu vinnuslysi í Þykkvabæ fyrir helgi, verður útskrifuð af gjörgæslu í dag. Hin konan er enn haldið sofandi en hún er í öndunarvél. Samkvæmt vakthafandi lækni er ástand hennar stöðugt.

Hestur aflífaður eftir árekstur

Ökumaður fólksbíls ók á hross við Landveg nærri Hellu um miðnætti í gær. Hesturinn slasaðist illa og þurfti að aflífa hann á staðnum.

Skíðasvæðið á Siglufirði opið

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan ellefu til fimm. Það er fimm stiga frost í fjallinu, norðvestan átt auk þess sem það er smá éljagangur. Þó er nóg um snjó og færi almennt gott samkvæmt forsvarsmönnum skíðasvæðisins.

Sex innbrot í nótt

Alls voru sex innbrot framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt lögreglunni er fleira en gengur og gerist. Í einu tilvikinu var rúða brotinn á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fór svo inn um gluggann og tæmdi sjóðsvél. Þá var einnig farið inn í heimahús í Kópavogi í nótt og tölvuturn tekinn ófrjálsri hendi.

Brown heimsækir Barack

Forsætiráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun heimsækja forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, þann þriðja mars. Það er þá í fyrsta sinn sem þeir tveir hittast eftir að Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna á síðasta ári.

Tólf þingmenn gefa ekki kost á sér

Tólf þingmenn hafa lýst yfir að þeir bjóði sig ekki fram í þingkosningum í apríl, heldur fleiri en hættu á þingi fyrir síðustu kosningar. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi undanfarin nokkur ár.

Með haglabyssu að hefna sín á Íslendingum

Tveir Danir sem fóru halloka fyrir Íslendingum í slagsmálum í bænum Haslev í Danmörku í gær fengu vin sinn til þess að mæta með afsagaða haglabyssu til þess að hefna harma sinna. Kráareigandinn, Frank, segir engum vopnum hafa verið beitt inn á kránni.

Seinka hugsanlega kosningum

Ríkisstjórnin telur að til greina komi að fresta kosningum til Alþingis um viku, svo að tími vinnist til að afgreiða öll þau mál sem hún telur nauðsynlegt að afgreiða fyrir kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina vilja afgreiða mál sem komi endurreisn efnahagslífsins ekki við.

Þóra Kristín hlaut Blaðamannaverðlaun ársins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðakona mbl.is, hlaut Blaðamannaverðlaun ársins en þau voru veitt við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Við tilnefningu Þóru Kristínar sagði dómnefndin að Þóra flutt vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.

Sakar Samfylkinguna um skipulagða rógsherferð

Formaður Framsóknaflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sakar Samfylkinguna um skipulagða rógsherferð gagnvart sér vegna fjármálastöðu sinnar og eiginkonu. Orðin lætur hann falla í helgarviðtali Fréttablaðsins sem kom út í dag.

Mótmælendur vilja kvótann aftur til fólksins

„Ætli það hafi ekki verið rúmlega þrjúhundruð manns þarna," segir Hörður Torfason en tuttugasti útifundurinn var haldinn í dag klukkan þrjú. Ný krafa var sett fram á fundinum, mótmælendur vilja kvótann til fólksins.

Björguðu átta manns eftir ótrúlega hrakningar

„Þetta voru þrír fullorðnir einstaklingar og svo fimm börn," segir Óskar Björn Óskarsson sem sótti átta manns til Reesnæs Strandvej í Danmörku en þau voru þar aðframkominn eftir að hafa verið svikinn um vinnu og pening. Um íslenska fjölskyldu er að ræða en með henni var vinur þeirra. Þau voru á þrítugsaldri en börnin frá tveggja ára aldri til ellefu ára.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Ólöf Nordal býður fram í nýju kjördæmi

Ólöf Nordal, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þar sem eiginmaður hennar er forstjóri Alcoa, býður sig nú ekki fram í heimabyggð fjölskyldunnar, og ætlar að taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Vekur þetta athygli í ljósi þess að það er hefð fyrir því að bjóða sig fram í heimakjördæmum.

Fámennt á mótmælafundi

Fámennt var á tuttugustu mótmælunum sem voru haldin á Austurvelli í dag. Ræðumenn voru Marínó G. Njálsson ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdarstýra. Fundarstjórinn var Hörður Torfason en forskrift fundarins er: Breiðfylking gegn ástandinu.

Segir Samfylkinguna hanna pólitískar atburðarásir

„Mér hefur þótt Samfylkingarfólk leggja helst til mikla áherslu á að hanna umræðu í stað þess að vera í pólitískri umræðu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurður hvað hann eigi við með að vel skipulagður hópur innan Samfylkingarinnar hafi lagst í rógsherferð gegn sér og unnust hans.

Galið að herða innheimtu

Ríki og sveitarfélög hafa síðan fyrir jól farið mildari höndum um skuldara, segir framkvæmdastjóri Credit info á Íslandi. Því er ólíkt farið með ýmis einkafyrirtæki sem hafa hert á innheimtunni. Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður segir hagsmuni lánardrottna að skuldir verði færðar niður handvirkt. Strax. Enginn hafi hag af því að kreppan dýpki. Það sé í raun galið að ganga hart að skuldurum.

Geir H. Haarde: Útilokar breytingar á stjórnarskrá fyrir kosningar

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, segir útilokað að hægt verði að afgreiða lög um breytingar á stjórnarskránni og kosningalögum fyrir komandi kosningar í vor. Hann segir forystumenn stjórnarflokkanna vilja fresta kosningum sem ekki komi til greina að hans mati.

Íslendingar valdir að skotárás í Danmörku

Svo virðist sem nokkrir Íslendingar hafi valdið skotárás Haslev í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan í Haslev segir í viðtali við Danska ríkisútvarpið að þetta hafi byrjað á bæjarkránni í Haslev í gærkvöldi.

Frjálslyndar konur vilja lengja húsnæðislán

Landssamband Kvenna í Frjálslynda flokknum skora á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að lengja um helming í húsnæðislánum. Þá eiga þær bæði við verðtryggð sem og erlend myntkörfulán.

Tamil tígrar ráðast á Colombo

Tvær flugvélar Tamíl tígra gerðu loftárás á Colombo höfuðborg Sri Lanka seint í gærkvöldi. Þær voru báðar skotnar niður. Önnur lenti í mýrlendi við flugvöll borgarinnar en hin steyptist á skrifstofu rikisskattstjórans. Hún stendur stendur skammt frá höfuðstövum flughersins og er talið að höfuðstöðvarnar hafi verið skotmarkið.

Haldið sofandi eftir tunnuslys

Tvær konur, sem slösuðust alvarlega þegar lok af mæjónestunnu þeyttist í höfuð þeirra, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi. Líðan þeirra er stöðug en báðar gengust þær undir aðgerðir í nótt við áverkum sínum. Konurnar eru verst slasaðar á höfði og í andliti.

Fíkniefnasali handtekinn í Vestmannaeyjum

Í nótt var aðili handtekinn á heimili sínu í Vestmannaeyjum þar sem við leit hafði fundist nokkuð magn af ætluðu amfetamíni samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Sjá næstu 50 fréttir