Innlent

Geir H. Haarde: Útilokar breytingar á stjórnarskrá fyrir kosningar

Geir H. Haarde útilokar að breytingar á stjórnarskrá geti orðið að veruleika fyrr en eftir kosningar.
Geir H. Haarde útilokar að breytingar á stjórnarskrá geti orðið að veruleika fyrr en eftir kosningar.

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, segir útilokað að hægt verði að afgreiða lög um breytingar á stjórnarskránni og kosningalögum fyrir komandi kosningar í vor. Hann segir forystumenn stjórnarflokkanna vilja fresta kosningum sem ekki komi til greina að hans mati.

Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpaði fund endurreisnarnefndar flokksins í Valhöll í gær, en nefndinni er ætlað að leggja tillögur fyrir landsfund flokksins í lok mars um endurreisn íslensks efnahags- og fjármálalífs. Hann segir að dýrmætur tími glatast undanfarnar vikur eftir að það fór að kvissast út að Samfylkingin ætlaði að slíta fyrra stjórnarsamstarfi. En eftir það hafi engin mál komist í gegn.

Geir sagði ábyrgð þeirra sem sáu til þess að koma núverandi ríkisstjórn á laggirnar væri mikil og óhjákvæmilegt væri að minnast á Framsóknarflokkinn í því samhengi.

Þá sagði hann stjórnarflokkanna vilja klára alls kyns mál sem hefðu ekkert með efnahagsvandann að gera. Nú ætti að nota dýrmætan tíma þingsins til að breyta kosningalögum þegar búið væri að boða kosningar og flokkarnir byrjaðir að undirbúa þær.

Hann sagði hugmyndir sem þessar allt of seint fram komnar til að hægt væri að afgreiða þær fyrir kosningarnar 25. apríl næst komandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×