Innlent

Frjálslyndar konur vilja lengja húsnæðislán

Formaður landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum vill meina að lenging húsnæðislána auki neyslu almennings
Formaður landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum vill meina að lenging húsnæðislána auki neyslu almennings

Landssamband Kvenna í Frjálslynda flokknum skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að lengja um helming í húsnæðislánum. Þá eiga þær bæði við verðtryggð sem og erlend myntkörfulán. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þær sendu frá sér.

Með þessari aðgerð vilja þær meina að fólk geti séð til lands, eins og þær orða það, og þar með geti almenningur haldið áfram lífinu og tekið þátt í þjóðfélaginu.

Þá verði afborgunarhlutfall hjá hverri fjölskyldu svipað og var fyrir efnahagshrunið. Formaður Landssambandsins, Ásgerður Jóna Flosadóttir, segir jafnframt að í kjölfarið aukist neysla almennings sem skili sér í ríkissjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×