Innlent

Mótmælendur vilja kvótann aftur til fólksins

„Ætli það hafi ekki verið rúmlega þrjúhundruð manns þarna," segir Hörður Torfason en tuttugasti útifundurinn var haldinn í dag klukkan þrjú. Ný krafa var sett fram á fundinum, mótmælendur vilja kvótann til fólksins.

Þrjúhundruð manns mættu en veðrið var kalt og blautt. Sjálfur sagðist Hörður feginn að veðrið væri ekki verra. Hann sagði andann hafa verið góðan á útifundinum en nýjar kröfur voru settar fram, meðal annars að sjávarauðlindir þjóðarinnar yrði komið aftur í hendur fólksins.

Hann segir að ekki hafi verið boðaðar frekari aðgerðir í kringum Seðlabanka Íslands, aftur á móti væru mótmælendur orðnir þreyttir á töfum innan þingsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×