Fleiri fréttir Miskabætur vegna ofsókna hækkaðar Karlmaður sem ofsótti tvo starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi en miskabætur voru hækkaðar úr þrjú hundruð þúsund upp í sex hundruð þúsund krónur í Hæstarétti Íslands. Maðurinn hafði haft ítrekað í ógeðfelldum hótunum við starfsmennina en barn hins dæmda hafði verið tekið af honum og var í fóstri. 19.2.2009 16:57 Hæstiréttur mildar dóm yfir tíræðum kynferðisbrotamanni Hæstiréttur mildaði í dag refsidóm yfir tíræðum karlmanni af Reykjanesi vegna kynferðisbrots sem maðurinn framdi gagnvart barnabarni sínu á árunum 1995-2004. Hæstiréttur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í fjögurra ára fangelsi. 19.2.2009 16:44 Logi býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. 19.2.2009 15:40 Ari biður griða fyrir Björn Jörund „Þetta er strákur sem á í vandræðum með vímuefni," segir Ari Matthíasson, fyrrum framkvæmdarstjóri SÁÁ, um fíkniefnahneykslið sem Björn Jörundur Friðbjörnsson lenti í þegar endurrit af samtali hans við dæmdan fíkniefnasala varð opinbert. 19.2.2009 15:39 Tryggvi Þór sækist eftir þingsæti Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í Hagfræði við Háskóla Íslands, hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar. 19.2.2009 15:30 Viljayfirlýsing um Tónlistarhúsið undirrituð Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framkvæmdir við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg eru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdum við húsið verði fram haldið. 19.2.2009 15:17 Styðja hugmyndir Ástu um jafna kynjaskiptingu Stjórn Kvenréttindafélags Íslands tekur heilshugar undir hugmyndir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að stjórnmálaflokkarnir setji sér reglur er varða kynjaskiptingu á framboðslistum, þannig að skipting kvenna og karla verði sem jöfnust. 19.2.2009 13:47 Benedikt vill forystusæti í Norðausturkjördæmi Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu. 19.2.2009 13:37 Fékk 1500 þúsund í bætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur hefur dæmt Síld og fisk ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni sínum Ewu Zubrzycka rúmar 1500 þúsund krónur með vöxtum vegna slyss sem varð þegar að Ewa skar sig á kjötsög í vinnunni. 19.2.2009 13:28 Sýknaðir af ákæru um að myrða Önnu Politkovskayu Mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu hafa allir verið sýknaðir. Fjórir menn voru sakaðir um aðild að morðinu, en Anna var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í október árið 2007. Einn þeirra er fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni. Aðeins þrír menn voru þó færðir fyrir dóm. Sá fjórði sem var sakaður um að hafa skotið hana er enn á flótta undan réttvísinni. 19.2.2009 13:22 Hverfislöggæslu haldið áfram Hverfislöggæslustöðvar verða áfram með fast aðsetur í þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Hugmyndir um að leggja niður hverfislöggæslustöðvar í Breiðholti og Grafarvogi sem lagðar voru fram af hálfu lögreglunnar voru nýverið verið kynntar borgarstjóra. 19.2.2009 13:11 Fimmtán ára dæmdur fyrir kynferðisbrot Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 19.2.2009 13:11 63 menn munu djöflast gegn persónukjöri Hópur 63 sérhagsmunagæslumanna mun reyna allan djöfulskap til að koma í veg fyrir að hægt verði að bjóða upp á persónukjör í komandi þingkosningum. Þetta fullyrtu þeir Eiríkur Bergmann Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson um síðustu helgi. Þetta virðist nú vera að koma á daginn. 19.2.2009 13:08 Borgarráð: Framkvæmdum við Tónlistarhúsið framhaldið Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði framhaldið. Bókunin var samþykkt samhljóða í ráðinu, að sögn Óskar Bergssonar formanns borgarráðs. Sameiginleg yfirlýsing ríkis og borgar um framkvæmdina verður kynnt síðar í dag. 19.2.2009 12:52 Slá milljónir af söluverði eigna Raunverulegt íbúðaverð á höfuðborgarsvsæðinu er mun lægra en mælingar Fasteignamatsins sýna. Dæmi eru um að seljendur slái jafnvel tugi milljóna af söluverði dýrra eigna. 19.2.2009 12:32 Efnahagshrun blasir við eyjunni Atígva vegna bandarísks auðjöfurs Algjört hrun blasir við efnahagslífi á karabísku eyjunni Atígva vegna meintra fjársvika og peningaþvættis bandaríska auðjöfursins Allen Stanford. Bandarísk yfirvöld leita hans, en Stanford fór í felur eftir að ákæra var lögð fram gegn honum. 19.2.2009 12:26 Útilokar ekki þingframboð „Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. 19.2.2009 12:21 Konur áberandi hjá VG í Reykjavík Útlit er fyrir að það verði spennandi barátta um efstu sæti á listum Vinstri grænna fyrir komandi alþingiskosningar. Forval verður haldið 7. mars næstkomandi og ljóst að margir hafa áhuga á að leiða listana. 19.2.2009 11:57 Jórunn vill annað sætið í Reykjavík Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri flokksins 13. og 14. mars næstkomandi. 19.2.2009 11:35 Katrín Jakobs vill að ríkið eigi listaverk bankanna Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að gerð verði tilraun til þess fá þau listaverk sem voru seld með bönkunum þegar þeir voru einkavæddir á sínum tíma. 19.2.2009 11:19 Ungt fólk í mestum vanda Ungar barnafjölskyldur eru viðkvæmastar því það eru skuldsettustu hóparnir sem eru með hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina og flest börn á framfæri. Þetta kemur fram í nýrri samantekt hagdeildar Alþýðusambandsins um skuldir heimilanna. 19.2.2009 11:15 Bubbi biður Björn Jörund afsökunar Tónlistarmaðurinn og fyrrum Idol-dómarinn Bubbi Morthens biður Björn Jörund Friðbjörnsson afsökunar á heimasíðu sinni bubbi.is, í dag. Ástæða eru ummæli sem hann lét hafa eftir sér og birtust á Vísi í gær. 19.2.2009 11:00 Tónlistarhúsið tekið í notkun 2011 Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina verður líklega klárað á árinu 2011 ef áætlanir standast. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á þingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forveri hennar í ráðuneytinu fagnaði því að lausn hafi fundist á málinu og að húsið verði klárað. Þær bentu báðar á að 600 störf hangi á spýtunni og muni um minna á tímum eins og nú eru uppi. 19.2.2009 10:52 Ari gefur kost sér í prófkjöri VG Ari Matthíasson, leikari og áður framkvæmdastjóri hjá SÁÁ, gefur kost á mér í 2. sæti á lista VG í Reykjavík. 19.2.2009 10:27 Netprófkjör í Suðvesturkjördæmi Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor. 19.2.2009 10:20 Valgerður Bjarnadóttir hættir í bankaráði Seðlabankans Valgerður Bjarnadóttir hefur sent Guðbjarti Hannessyni forseta Alþingis bréf og óskað eftir lausn frá störfum í bankaráði Seðlabankans. Valgerður tók sæti í bankaráðinu í nóvember síðastliðnum þegar að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bað undan lausn frá störfum sínum eftir hrun efnahagskerfisins. Auk þess að hafa verið fulltrúi Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans er Valgerður Bjarnadóttir jafnframt varaþingmaður flokksins. 19.2.2009 10:15 Gamla höfnin: Fleiri vinna hjá CCP en HB Granda Fleiri starfsmenn starfa nú hjá tölveikjafyrirtækinu CCP sem er með höfuðstöðvar við gömlu höfnina í Reykjavík heldur en hjá hinu gamalgróna sjávarútvegsfyrirtæki HB Granda. Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið um atvinnustarfsemi við Gömlu höfnina kemur fram að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu hefur í heild fjölgað verulega frá því árið 2004. 19.2.2009 10:13 Ragnheiður Elín vill leiða lista í Suðurkjördæmi Ragnheiður Elín Árnadóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor, 19.2.2009 09:56 Heilbrigðisráðherra flytur munnlega skýrslu Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, flytur munnlega skýrslu um heilbrigðismál á Alþingi í dag. Umræðan hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir. 19.2.2009 09:51 Katrín sækist eftir endurkjöri Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sækist eftir að leiða lista flokksins í öðruhvoru Reykjavíkurkjördæminu og gefur kost á sér í forvali Vinstri-grænna í Reykjavík sem haldið verður 7. mars næstkomandi. 19.2.2009 09:34 Óskar upplýsi um tengsl sín við Eykt Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hefur óskað eftir því að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, upplýsi um tengsl sín við byggingarfélagið Eykt. Ólafur vill einnig vita hverjir sátu umtalaðan ,,Framsóknarfögnuð" í Ráðhúsinu 14. nóvember. Hann segir að vísbendingar séu um að þar hafi vinir eða kunningjar Óskars einnig verið boðnir á kostnað borgarbúa. 19.2.2009 09:25 Metfjöldi skráður í framhalds- og háskóla Haustið 2008 voru fleiri skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi en nokkru sinni fyrr, eða 47.282. Í framhaldsskóla eru skráðir 29.271 og 18.011 nemendur í háskóla. Á milli áranna 2007 og 2008 fjölgaði skráðum nemendum um 2,6%. Fjölgunin er öllu meiri á framhaldsskólastigi, eða um 3,3%, á móti 1,6% á háskólastigi, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 19.2.2009 09:24 Netanyahu verður líklegast forsætisráðherra Auknar líkur eru á því að hægrimaðurinn Benjamín Netanyahu, leiðtogi Líkúd-bandalagsins, verði næsti forsætisráðherra Ísraels. Avigdor Lieberman, leiðtogi öfgahægrisinnaða Ísrael Beiteinu flokksins, hvatti í morgun Shimon Peres, forseta Ísraels, til að veita Netanyahu stjórnarmyndunarumboð. 19.2.2009 09:11 Gísli býður sig fram í Norðausturkjördæmi Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum. 19.2.2009 09:10 Netverslun vex fiskur um hrygg í Asíu Verslun á Netinu hefur margfaldast í Asíu með stórbættum nettengingum og aðgangi að Netinu. 19.2.2009 08:13 Enginn krepputónn í Óskarnum Þrátt fyrir að menn hafi fundið rækilega fyrir efnahagsástandinu á Wall Street og í atvinnulífinu fær það ekki að teygja anga sína inn í Óskarsverðlaunahátíðina um helgina. 19.2.2009 07:27 Lögregla í vanda vegna múslimareglna Reglur múslima, um að ekki megi snerta einstakling af gagnstæðu kyni utan þeirra fjölskyldu, hafa vakið töluverðar umræður innan norsku lögreglunnar en þar starfa nú orðið nokkrar lögreglukonur sem játa múhameðstrú. 19.2.2009 07:23 Netbankaþjófar gripnir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur haft hendur í hári bíræfinna netbankaþjófa og samverkamanns þeirra. Þjófnaðurinn fór þannig fram að samverkamaðurinn leyfði þjófunum, nokkrum útlendingum, að nota íbúð sína og tölvu. 19.2.2009 07:21 Bresk lestarfargjöld hæst í Evrópu Lestarfargjöld í Bretlandi eru þau langhæstu í Evrópu og eru sumar ferðir þar allt að fjórum sinnum dýrari en sambærilegar ferðir á meginlandinu. Stéttarfélög og farþegar almennt hafa lýst megnri óánægju sinni með að fargjöld í Bretlandi hafi hækkað langt umfram verðlag í landinu síðan rekstur lestanna var einkavæddur árið 1990 og ekki dregur það úr gremjunni að félögin sem reka lestirnar græða á tá og fingri. 19.2.2009 07:16 Obama til bjargar heimilum Heimilum allt að níu milljóna Bandaríkjamanna verður bjargað gangi áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta eftir en hann hyggst verja 75 milljörðum dollara til aðstoðar fólki sem á yfir höfði sér að missa húsnæði sitt vegna vangoldinna afborgana. 19.2.2009 07:14 Borgin tekur afstöðu til tónlistarhúss í dag Borgarráð ákveður væntanlega í dag hvort Reykjavíkurborg tekur þátt í að ljúka við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur lýst áhuga ríkisins á að gera það. 19.2.2009 07:07 Aflífa þurfti hross eftir ákeyrslu Ökumaður slapp ómeiddur en aflífa þurfti eitt hross eftir að ökumaðurinn ók inn í hrossastóð á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Hvamm, á milli Selfoss og Hveragerðis undir miðnætti í gærkvöldi. 19.2.2009 07:03 HÍ og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hugsanlega sameinaðir Til greina kemur að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Þetta kemur fram í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi stjórnendum skólanna um miðjan febrúar. 18.2.2009 21:00 Aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja - hættur í framsókn Rithöfundurinn Þráinn Bertelsson segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja og hefur ákveðið að draga framboð sitt fyrir Framsóknarflokkinn sinn til baka. Hann er einnig búinn að segja sig úr flokknum. Þráinn ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar en nú er hefur komið í ljós að stilla á upp lista í kjördæminum. 18.2.2009 21:24 Hættir við formannsframboð hjá frjálslyndum Guðrún María Óskarsdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns í Frjálslynda flokknum til baka af persónulegum ástæðum. Guðrún hafði lýst því yfir að hún hygðist bjóða sig fram til formanns fyrir skömmu. 18.2.2009 22:26 Sjá næstu 50 fréttir
Miskabætur vegna ofsókna hækkaðar Karlmaður sem ofsótti tvo starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi en miskabætur voru hækkaðar úr þrjú hundruð þúsund upp í sex hundruð þúsund krónur í Hæstarétti Íslands. Maðurinn hafði haft ítrekað í ógeðfelldum hótunum við starfsmennina en barn hins dæmda hafði verið tekið af honum og var í fóstri. 19.2.2009 16:57
Hæstiréttur mildar dóm yfir tíræðum kynferðisbrotamanni Hæstiréttur mildaði í dag refsidóm yfir tíræðum karlmanni af Reykjanesi vegna kynferðisbrots sem maðurinn framdi gagnvart barnabarni sínu á árunum 1995-2004. Hæstiréttur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í fjögurra ára fangelsi. 19.2.2009 16:44
Logi býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. 19.2.2009 15:40
Ari biður griða fyrir Björn Jörund „Þetta er strákur sem á í vandræðum með vímuefni," segir Ari Matthíasson, fyrrum framkvæmdarstjóri SÁÁ, um fíkniefnahneykslið sem Björn Jörundur Friðbjörnsson lenti í þegar endurrit af samtali hans við dæmdan fíkniefnasala varð opinbert. 19.2.2009 15:39
Tryggvi Þór sækist eftir þingsæti Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í Hagfræði við Háskóla Íslands, hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar. 19.2.2009 15:30
Viljayfirlýsing um Tónlistarhúsið undirrituð Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framkvæmdir við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg eru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdum við húsið verði fram haldið. 19.2.2009 15:17
Styðja hugmyndir Ástu um jafna kynjaskiptingu Stjórn Kvenréttindafélags Íslands tekur heilshugar undir hugmyndir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að stjórnmálaflokkarnir setji sér reglur er varða kynjaskiptingu á framboðslistum, þannig að skipting kvenna og karla verði sem jöfnust. 19.2.2009 13:47
Benedikt vill forystusæti í Norðausturkjördæmi Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu. 19.2.2009 13:37
Fékk 1500 þúsund í bætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur hefur dæmt Síld og fisk ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni sínum Ewu Zubrzycka rúmar 1500 þúsund krónur með vöxtum vegna slyss sem varð þegar að Ewa skar sig á kjötsög í vinnunni. 19.2.2009 13:28
Sýknaðir af ákæru um að myrða Önnu Politkovskayu Mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu hafa allir verið sýknaðir. Fjórir menn voru sakaðir um aðild að morðinu, en Anna var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í október árið 2007. Einn þeirra er fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni. Aðeins þrír menn voru þó færðir fyrir dóm. Sá fjórði sem var sakaður um að hafa skotið hana er enn á flótta undan réttvísinni. 19.2.2009 13:22
Hverfislöggæslu haldið áfram Hverfislöggæslustöðvar verða áfram með fast aðsetur í þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Hugmyndir um að leggja niður hverfislöggæslustöðvar í Breiðholti og Grafarvogi sem lagðar voru fram af hálfu lögreglunnar voru nýverið verið kynntar borgarstjóra. 19.2.2009 13:11
Fimmtán ára dæmdur fyrir kynferðisbrot Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 19.2.2009 13:11
63 menn munu djöflast gegn persónukjöri Hópur 63 sérhagsmunagæslumanna mun reyna allan djöfulskap til að koma í veg fyrir að hægt verði að bjóða upp á persónukjör í komandi þingkosningum. Þetta fullyrtu þeir Eiríkur Bergmann Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson um síðustu helgi. Þetta virðist nú vera að koma á daginn. 19.2.2009 13:08
Borgarráð: Framkvæmdum við Tónlistarhúsið framhaldið Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði framhaldið. Bókunin var samþykkt samhljóða í ráðinu, að sögn Óskar Bergssonar formanns borgarráðs. Sameiginleg yfirlýsing ríkis og borgar um framkvæmdina verður kynnt síðar í dag. 19.2.2009 12:52
Slá milljónir af söluverði eigna Raunverulegt íbúðaverð á höfuðborgarsvsæðinu er mun lægra en mælingar Fasteignamatsins sýna. Dæmi eru um að seljendur slái jafnvel tugi milljóna af söluverði dýrra eigna. 19.2.2009 12:32
Efnahagshrun blasir við eyjunni Atígva vegna bandarísks auðjöfurs Algjört hrun blasir við efnahagslífi á karabísku eyjunni Atígva vegna meintra fjársvika og peningaþvættis bandaríska auðjöfursins Allen Stanford. Bandarísk yfirvöld leita hans, en Stanford fór í felur eftir að ákæra var lögð fram gegn honum. 19.2.2009 12:26
Útilokar ekki þingframboð „Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. 19.2.2009 12:21
Konur áberandi hjá VG í Reykjavík Útlit er fyrir að það verði spennandi barátta um efstu sæti á listum Vinstri grænna fyrir komandi alþingiskosningar. Forval verður haldið 7. mars næstkomandi og ljóst að margir hafa áhuga á að leiða listana. 19.2.2009 11:57
Jórunn vill annað sætið í Reykjavík Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri flokksins 13. og 14. mars næstkomandi. 19.2.2009 11:35
Katrín Jakobs vill að ríkið eigi listaverk bankanna Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að gerð verði tilraun til þess fá þau listaverk sem voru seld með bönkunum þegar þeir voru einkavæddir á sínum tíma. 19.2.2009 11:19
Ungt fólk í mestum vanda Ungar barnafjölskyldur eru viðkvæmastar því það eru skuldsettustu hóparnir sem eru með hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina og flest börn á framfæri. Þetta kemur fram í nýrri samantekt hagdeildar Alþýðusambandsins um skuldir heimilanna. 19.2.2009 11:15
Bubbi biður Björn Jörund afsökunar Tónlistarmaðurinn og fyrrum Idol-dómarinn Bubbi Morthens biður Björn Jörund Friðbjörnsson afsökunar á heimasíðu sinni bubbi.is, í dag. Ástæða eru ummæli sem hann lét hafa eftir sér og birtust á Vísi í gær. 19.2.2009 11:00
Tónlistarhúsið tekið í notkun 2011 Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina verður líklega klárað á árinu 2011 ef áætlanir standast. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á þingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forveri hennar í ráðuneytinu fagnaði því að lausn hafi fundist á málinu og að húsið verði klárað. Þær bentu báðar á að 600 störf hangi á spýtunni og muni um minna á tímum eins og nú eru uppi. 19.2.2009 10:52
Ari gefur kost sér í prófkjöri VG Ari Matthíasson, leikari og áður framkvæmdastjóri hjá SÁÁ, gefur kost á mér í 2. sæti á lista VG í Reykjavík. 19.2.2009 10:27
Netprófkjör í Suðvesturkjördæmi Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor. 19.2.2009 10:20
Valgerður Bjarnadóttir hættir í bankaráði Seðlabankans Valgerður Bjarnadóttir hefur sent Guðbjarti Hannessyni forseta Alþingis bréf og óskað eftir lausn frá störfum í bankaráði Seðlabankans. Valgerður tók sæti í bankaráðinu í nóvember síðastliðnum þegar að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bað undan lausn frá störfum sínum eftir hrun efnahagskerfisins. Auk þess að hafa verið fulltrúi Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans er Valgerður Bjarnadóttir jafnframt varaþingmaður flokksins. 19.2.2009 10:15
Gamla höfnin: Fleiri vinna hjá CCP en HB Granda Fleiri starfsmenn starfa nú hjá tölveikjafyrirtækinu CCP sem er með höfuðstöðvar við gömlu höfnina í Reykjavík heldur en hjá hinu gamalgróna sjávarútvegsfyrirtæki HB Granda. Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið um atvinnustarfsemi við Gömlu höfnina kemur fram að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu hefur í heild fjölgað verulega frá því árið 2004. 19.2.2009 10:13
Ragnheiður Elín vill leiða lista í Suðurkjördæmi Ragnheiður Elín Árnadóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor, 19.2.2009 09:56
Heilbrigðisráðherra flytur munnlega skýrslu Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, flytur munnlega skýrslu um heilbrigðismál á Alþingi í dag. Umræðan hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir. 19.2.2009 09:51
Katrín sækist eftir endurkjöri Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sækist eftir að leiða lista flokksins í öðruhvoru Reykjavíkurkjördæminu og gefur kost á sér í forvali Vinstri-grænna í Reykjavík sem haldið verður 7. mars næstkomandi. 19.2.2009 09:34
Óskar upplýsi um tengsl sín við Eykt Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hefur óskað eftir því að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, upplýsi um tengsl sín við byggingarfélagið Eykt. Ólafur vill einnig vita hverjir sátu umtalaðan ,,Framsóknarfögnuð" í Ráðhúsinu 14. nóvember. Hann segir að vísbendingar séu um að þar hafi vinir eða kunningjar Óskars einnig verið boðnir á kostnað borgarbúa. 19.2.2009 09:25
Metfjöldi skráður í framhalds- og háskóla Haustið 2008 voru fleiri skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi en nokkru sinni fyrr, eða 47.282. Í framhaldsskóla eru skráðir 29.271 og 18.011 nemendur í háskóla. Á milli áranna 2007 og 2008 fjölgaði skráðum nemendum um 2,6%. Fjölgunin er öllu meiri á framhaldsskólastigi, eða um 3,3%, á móti 1,6% á háskólastigi, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 19.2.2009 09:24
Netanyahu verður líklegast forsætisráðherra Auknar líkur eru á því að hægrimaðurinn Benjamín Netanyahu, leiðtogi Líkúd-bandalagsins, verði næsti forsætisráðherra Ísraels. Avigdor Lieberman, leiðtogi öfgahægrisinnaða Ísrael Beiteinu flokksins, hvatti í morgun Shimon Peres, forseta Ísraels, til að veita Netanyahu stjórnarmyndunarumboð. 19.2.2009 09:11
Gísli býður sig fram í Norðausturkjördæmi Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum. 19.2.2009 09:10
Netverslun vex fiskur um hrygg í Asíu Verslun á Netinu hefur margfaldast í Asíu með stórbættum nettengingum og aðgangi að Netinu. 19.2.2009 08:13
Enginn krepputónn í Óskarnum Þrátt fyrir að menn hafi fundið rækilega fyrir efnahagsástandinu á Wall Street og í atvinnulífinu fær það ekki að teygja anga sína inn í Óskarsverðlaunahátíðina um helgina. 19.2.2009 07:27
Lögregla í vanda vegna múslimareglna Reglur múslima, um að ekki megi snerta einstakling af gagnstæðu kyni utan þeirra fjölskyldu, hafa vakið töluverðar umræður innan norsku lögreglunnar en þar starfa nú orðið nokkrar lögreglukonur sem játa múhameðstrú. 19.2.2009 07:23
Netbankaþjófar gripnir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur haft hendur í hári bíræfinna netbankaþjófa og samverkamanns þeirra. Þjófnaðurinn fór þannig fram að samverkamaðurinn leyfði þjófunum, nokkrum útlendingum, að nota íbúð sína og tölvu. 19.2.2009 07:21
Bresk lestarfargjöld hæst í Evrópu Lestarfargjöld í Bretlandi eru þau langhæstu í Evrópu og eru sumar ferðir þar allt að fjórum sinnum dýrari en sambærilegar ferðir á meginlandinu. Stéttarfélög og farþegar almennt hafa lýst megnri óánægju sinni með að fargjöld í Bretlandi hafi hækkað langt umfram verðlag í landinu síðan rekstur lestanna var einkavæddur árið 1990 og ekki dregur það úr gremjunni að félögin sem reka lestirnar græða á tá og fingri. 19.2.2009 07:16
Obama til bjargar heimilum Heimilum allt að níu milljóna Bandaríkjamanna verður bjargað gangi áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta eftir en hann hyggst verja 75 milljörðum dollara til aðstoðar fólki sem á yfir höfði sér að missa húsnæði sitt vegna vangoldinna afborgana. 19.2.2009 07:14
Borgin tekur afstöðu til tónlistarhúss í dag Borgarráð ákveður væntanlega í dag hvort Reykjavíkurborg tekur þátt í að ljúka við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur lýst áhuga ríkisins á að gera það. 19.2.2009 07:07
Aflífa þurfti hross eftir ákeyrslu Ökumaður slapp ómeiddur en aflífa þurfti eitt hross eftir að ökumaðurinn ók inn í hrossastóð á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Hvamm, á milli Selfoss og Hveragerðis undir miðnætti í gærkvöldi. 19.2.2009 07:03
HÍ og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hugsanlega sameinaðir Til greina kemur að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Þetta kemur fram í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi stjórnendum skólanna um miðjan febrúar. 18.2.2009 21:00
Aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja - hættur í framsókn Rithöfundurinn Þráinn Bertelsson segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja og hefur ákveðið að draga framboð sitt fyrir Framsóknarflokkinn sinn til baka. Hann er einnig búinn að segja sig úr flokknum. Þráinn ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar en nú er hefur komið í ljós að stilla á upp lista í kjördæminum. 18.2.2009 21:24
Hættir við formannsframboð hjá frjálslyndum Guðrún María Óskarsdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns í Frjálslynda flokknum til baka af persónulegum ástæðum. Guðrún hafði lýst því yfir að hún hygðist bjóða sig fram til formanns fyrir skömmu. 18.2.2009 22:26
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent