Erlent

Netbankaþjófar gripnir í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur haft hendur í hári bíræfinna netbankaþjófa og samverkamanns þeirra. Þjófnaðurinn fór þannig fram að samverkamaðurinn leyfði þjófunum, nokkrum útlendingum, að nota íbúð sína og tölvu.

Með tölvuna að vopni brutust þjófarnir inn í heimabanka fólks á Netinu og færðu peninga yfir á reikning íbúðareigandans. Hann átti svo að fá hluta af þýfinu sem þóknun. Af þessu varð þó aldrei þar sem tölvusérfræðingar lögreglunnar röktu rafræna slóð beint til íbúðarinnar og gripu þjófana þar glóðvolga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×