Innlent

Borgarráð: Framkvæmdum við Tónlistarhúsið framhaldið

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði framhaldið. Bókunin var samþykkt samhljóða í ráðinu, að sögn Óskar Bergssonar formanns borgarráðs. Sameiginleg yfirlýsing ríkis og borgar um framkvæmdina verður kynnt síðar í dag.

Félagið Austurhöfn sem sér um framkvæmdina er í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar.

Fram kom í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að hægt verði að skapa um 600 störf með því að klára byggingu hússins. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að framkvæmdir við húsið ljúki væntanlega 2011 ef áætlanir standast.

Upphaflega var áformað að opna húsið á þessu ári eða í síðasta lagi í mars 2010.


Tengdar fréttir

Tónlistarhúsið tekið í notkun 2011

Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina verður líklega klárað á árinu 2011 ef áætlanir standast. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á þingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forveri hennar í ráðuneytinu fagnaði því að lausn hafi fundist á málinu og að húsið verði klárað. Þær bentu báðar á að 600 störf hangi á spýtunni og muni um minna á tímum eins og nú eru uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×