Innlent

Jórunn vill annað sætið í Reykjavík

Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri flokksins 13. og 14. mars næstkomandi.

Jórunn er formaður velferðarráðs Reykjavíkur, formaður stjórnar Strætó bs og situr í stjórn Faxaflóahafna. Jórunn er gift Sigurbirni Jónassyni, verkefnastjóra hjá Landsbankanum.

Jórunn er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 1993. Hún stefnir að því að ljúka Meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×