Innlent

Aflífa þurfti hross eftir ákeyrslu

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Ökumaður slapp ómeiddur en aflífa þurfti eitt hross eftir að ökumaðurinn ók inn í hrossastóð á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Hvamm, á milli Selfoss og Hveragerðis undir miðnætti í gærkvöldi.

Talið er að þar hafi um það bil tíu hross verið á veginum, en hin öll sloppið, og hurfu þau út í náttmyrkrið. Hesturinn kastaðist upp á bílinn og dældaði þakið og er bíllinn talinn gjörónýtur. Ekki er vitað hvaðan hrossin komu né hvert þau fóru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×