Innlent

Ragnheiður Elín vill leiða lista í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir færir sig um set fyrir næstu kosningar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir færir sig um set fyrir næstu kosningar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ragnheiður skipaði fimmta sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Ragnheiður hefur verið búsett í Garðabæ undanfarin misseri en er alin upp í Keflavík.

Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Kjartan Ólafsson þingmaður gefa kost á sér í annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Nafnarnir Árni Mathiesen og Árni Johnsen hafa ekki gefið upp hvaða sætum þeir óska eftir á listanum en fastlega er gert ráð fyrir að þeir bjóði sig fram aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×