Innlent

Borgin tekur afstöðu til tónlistarhúss í dag

Borgarráð ákveður væntanlega í dag hvort Reykjavíkurborg tekur þátt í að ljúka við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur lýst áhuga ríkisins á að gera það.

Félagið Austurhöfn sem tekur yfir aðild fjárfestingarfélaga, sem ætluðu að byggja og reka húsið, er að 54 prósentum í eigu ríkisins og að 46 prósentum í eigu Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×