Erlent

Bresk lestarfargjöld hæst í Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskir farþegar á brautarpalli.
Breskir farþegar á brautarpalli. MYND/PA
Lestarfargjöld í Bretlandi eru þau langhæstu í Evrópu og eru sumar ferðir þar allt að fjórum sinnum dýrari en sambærilegar ferðir á meginlandinu. Stéttarfélög og farþegar almennt hafa lýst megnri óánægju sinni með að fargjöld í Bretlandi hafi hækkað langt umfram verðlag í landinu síðan rekstur lestanna var einkavæddur árið 1990 og ekki dregur það úr gremjunni að félögin sem reka lestirnar græða á tá og fingri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×