Fleiri fréttir

Býður borginni samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra býður borgarstjóra nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli sem framlag til atvinnusköpunar og hvetur til þess að sett verði í fluggír og framkvæmdir hefjist á árinu.

Margrét býður sig fram í 3.sæti hjá VG

Margrét Pétursdóttir verkakona býður sig fram í 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Margrét er 42 ára Hafnfirðingur og hefur tekið þátt í bæjarmálum í Hafnarfirði frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hún hefur setið í lýðræðis- og jafnréttisnefnd fyrir VG þar í bæ og setið í kjördæmastjórn Kragans og í flokksráði.

Skaða þjóðarhagsmuni vegna andúðar á stóriðju

Fyrrverandi og núverandi umhverfisráðherra voru sakaðir á Alþingi í dag um að skaða hagsmuni Íslands vegna andúðar á álverum með því að reyna ekki að viðhalda íslenska undanþáguákvæðinu í væntanlegum loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sendir 17.000 hermenn til Afganistan

Bandaríkjamenn ætla að senda sautján þúsund hermenn til Afganistan til viðbótar þeim þrjátíu þúsund sem fyrir eru í landinu. Bandaríkjaforseti vill herða baráttuna gegn Talíbönum og draga úr umsvifum í Írak.

Björn Jörundur: „Ég er miður mín“

Björn Jörundur Friðbjörsson tónlistarmaður segist hafa gert mistök þegar hann átti viðskipti við dæmdan fíkniefnasala fyrir tæpu ári síðan. Hann segir þetta ekki eiga við í dag og vonar að fólk sjái í gegnum fingur sér því lífið sé ekki alltaf eins frá degi til dags. Fíkniefnalögreglan hleraði fjögur símtöl sem Björn átti við fíkniefnasala sem dæmdur var héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Jón Magnússon genginn í Sjálfstæðisflokkinn

Jón Magnússon, sem kosinn var á þing fyrir Frjálslynda flokkinn, er genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á ný. Þetta var tilkynnt á þingflokksfundi sjálfstæðismanna síðdegis.

Nova styður Björn Jörund

Liv Bergþórsóttir forstjóri farsímafyrirtækisins Nova segir að fyrirtækið styðji Björn Jörund Friðbjörnsson í því að feta rétta braut í lífinu. Fyrirtækið harmar einnig að hann hafi flækst inn í mál sem þetta.

Sprengjugengið leikur lausum hala á laugardaginn

Efnafræðingar við Háskóla Íslands, sem ganga undir nafninu Sprengjugengið, munu verða með efnafræðisýningu á heimsmælikvarða í Háskólabíó á næstkomandi laugardag þann 21. febrúar.

Dómur endurbirtur: Nafn Björns Jörundar fjarlægt

Dómurinn yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni hefur verið birtur aftur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var fjarlægður af vefnum fyrr í dag. Í dómnum mátti lesa nákvæmt endurrit samtals Björns Jörundar Friðbjörnssonar við Þorvarð sem fíkniefnadeild lögreglunnar hleraði.

Eiturefnaleki í Grindavík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að sýnatöku úr eiturefnagámi í Grindavík. Ekki er vitað hvaða eiturefni eru í gámnum en það rýkur töluvert úr efnunum að sögn slökkviliðsins í Grindavík.

Bubbi í áfalli vegna Björns

Bubbi Morthens er í áfalli eftir að hann heyrði af tengslum Björns Jörundar Friðbjörnssonar við fíkniefnasalann Þorvarð Davíð Ólafsson. Í morgun féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Þorvarði þar sem fram kom að Björn Jörundur hafi átti í einhverskonar viðskiptum við hann.

Skiptar skoðanir um kynjahlutföll innan Samfylkingar

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík hafnaði tillögu um að kjósa þyrfti jafnan hlut kynjanna í prófkjöri. Tillagan var lögð fyrir á fundi sl. mánudag. Sama dag sendi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra og samfylkingarkona bréf til forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna með tilmælum um að tryggja jafnræði kynjanna við uppröðun á listum fyrir komandi alþingiskosningar.

Sorgleg ákvörðun græns ráðherra

Árni Finnsson formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands segir það sorglegt fyrir Vinstri græna að fyrsta ákvörðun formanns flokksins í stóli sjávarútvegsráðherra sé að leyfa veiðar á hval í stórum stíl.

Framleiðendur Idols: Mál Björns Jörundar til skoðunar

„Við erum með málið til skoðunar," segir Þór Freysson framleiðandi Idolsins varðandi mál Björns Jörundar Friðbjörnssonar sem flæktist inn í fíkniefnadóm sem féll yfir kókaínsala fyrr í dag. Í dómsorði mátti lesa endurrit af símtali Björns Jörundar við Þorvarð Davíð Ólafsson, sem var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasölu, líkamsárásir og vopnalagabrot.

Borgarbúar hvattir til að ganga að göflunum

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um hugmyndaleit um leiðir til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Skipulagsstjóra hefur verið falið að undirbúa hugmyndaleitina meðal almennings og er ætlunin að finna leiðir til að gæða gafla miðborgarinnar lífi.

Ætlar ekki að afturkalla ákvörðun um auknar hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag að ákvörðun um hvalveiðar sem tekin var af fyrirrennara hans verði ekki afturkölluð á yfirstandandi ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt í dag.

Dómur yfir kókaínsala hvarf

Dómur sem féll yfir Þorvarði Davíði Ólafssyni og birtist á vef héraðsdóma datt út af vefnum. Eins og Vísir greindi frá þá mátti finna þar endurrit af samtölum Þorvarðar við einstaklinga og þar á meðal Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson.

108 óku of hratt á Miklubraut á einum klukkutíma

Brot 108 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, að Rauðarárstíg. „Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 971 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 11 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Skráðum umferðarslysum fækkar milli ára

Skráðum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði talsvert árið 2008 miðað við árið 2007. Þetta kemur fram í ársskýrslu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um bráðabirgðatölur er að ræða.

15 þúsund vinnustundir á hálendinu

Sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar létu í té rúmlega 15.000 vinnustundir í aðstoð við ferðalanga á hálendinu sl. sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð hefur verið um verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu.

Idoldómari flæktur í kókaínmál

Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum.

Seðlabankastjórum verður fækkað í einn

„Ég á ekki von á að það verði breyting á þeim grundvallaratriðum frumvarpsins að fækka seðlabankastjórum úr þremur í einn og koma á fót peningastefnunefnd," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis.

Obama staðfestir endurreisnaráætlunina

Obama Bandaríkjaforseti staðfesti í gærkvöldi víðtæka endurreisnaráætlun fyrir bandarískt atvinnu- og fjármálalíf. Þrátt fyrir það varð hrun á mörkuðum vestanhafs.

Landamærin að Gaza ekki opnuð að sinni

Ísraelar ætla ekki að opna landamærin að Gaza fyrr en Hamas-samtökin hafi tryggt að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit verði látinn laus úr haldi. Herskáir Palestínumenn tóku Shalit höndum við landamærin að Gaza í júní 2006.

Ekki ástæða til að gera meira í ummælum forsetans

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Árni Þór Sigurðsson, telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummæla forsetans í þýskum fjölmiðlum um að innistæður sparifjáreigenda þar í landi hjá Kaupþingi séu tapaðar. Nefndin fundaði um málið í morgun og fór yfir skýrslu frá forsetaembættinu um málið.

Tapaði meiðyrðamáli vegna meintra rassskella

Reykjavíkurborg og aðstoðarskólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur voru sýknuð af meiðyrðarkröfu rúmlega fimmtugs manns vegna uppsagnarbréfs í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni sem leiðbeinandi í vinnuskólanum árið 2005. Þá var því haldið fram að hann hafi átt til að snerta stúlkur á óæskilegum stöðum til þess að koma þeim af stað til vinnu, til að mynda með því að rassskella þær. Þá var hann jafnframt sakaður um að hafa ýtt undir rassinn á nokkrum stúlknanna þar sem þær voru að klifra á Ásmundarsafni í fræðsluferð sumarið 2003.

Ráðherra vill reglur sem tryggja jöfn kynjahlutföll á framboðslistum

„Brýnt er að stjórnmálaflokkarnir móti sér reglur er tryggi að hlutur kynjanna á framboðslistum verði sem jafnastur, ekki síst í þeim sætum sem gera má ráð fyrir að skili frambjóðendum inn á þing, segir í bréfi sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra hefur sent formönnum stjórnmálaflokkanna vegna komandi þingkosninga.

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust allnokkrar kannabisplöntur. Þá var jafnframt lagt hald á gróðurhúsalampa.

Friðarsúlan lýsir á afmæli Yoko

Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey um sólsetur í dag og mun hún lýsa til morguns. Tilefnið mun vera 76 ára afmælisdagur listakonunnar og friðarsinnans Yoko Ono, sem færði Íslendingum friðarsúluna að gjöf haustið 2007.

Ólína vill forystusæti í norðvesturkjördæmi

Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur og fyrrverandi skólameistari hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað tveggja forystusæta Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.

Haukur sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Haukur Þór Hauksson, viðskiptafræðingur í Garðabæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Mun hann sækjast eftir 4. sæti framboðslistans.

Einn á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

Einn maður slasaðist og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þegar þrír bílar lentu í árekstri í flughálku, rétt ofan við Kamba á Suðurlandsvegi um klukkan hálfátta í morgun. Aðrir meiddust minna. Nánari tildrög liggja ekki fyrir en hálkan virðist hafa komið ökumönnunum í opna skjöldu.

Bandarískur jarðfræðingur segist hafa fundið bin Laden

Málið er leyst, bin Laden er í felum í litlu þorpi í Norðvestur-Pakistan. Það er þó hvorki CIA, FBI né bandaríska þjóðaröryggisstofnunin sem slær þessu fram. Það er Thomas Gillespie, prófessor í jarðfræði við Kaliforníuháskólann í Los Angeles, en hann hefur byggt reiknilíkan sem notað er til að kortleggja ferðir dýrategunda í útrýmingarhættu og beitir því hiklaust á feluhegðun al Qaeda-foringjans illræmda.

Berserkir á fíkniefnum fóru ránshendi um Akranes

Tveir ungir menn undir áhrifum fíkniefna gengu berserksgang á Akranesi í nótt. Þeir brutu rúður í bílum, vinnuvélum og atvinnuhúsum og brutust svo inn í vinnuskúr. Þar stálu þeir ýmsu lauslegu og voru með það í stórum ruslapokum þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra.

Enn sverfur til stáls í Nørrebro-hverfinu

Tæplega tvítugur innflytjandi varð fyrir skoti í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki haft hendur í hári skotmannsins eða -mannanna en vitni segja að minnsta kosti fjórum skotum hafa verið skotið út um glugga bíls sem ekið var fram hjá manninum. Bíllinn fannst síðar um kvöldið í úthverfi þar sem kveikt hafði verið í honum.

Heyrði systur sína myrta gegnum símann

Hugsanlegt er að systir konunnar í Buffalo, sem talið er að hafi verið hálshöggvin af múslimskum eiginmanni sínum, hafi verið að ræða við hana í síma þegar maðurinn réð hana af dögum.

Enn biðja bílaframleiðendur

Bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler hafa farið fram á enn frekari fjárhagsaðstoð frá bandarískum yfirvöldum og óska eftir samanlagt 22 milljörðum dollara til viðbótar við það sem þegar hefur verið látið í té.

Dæmdur morðingi slapp af geðspítala

Dæmdur morðingi gengur laus í London eftir að hafa sloppið af Springfield-geðsjúkrahúsinu en hann var dæmdur til að afplána refsivist sína þar vegna geðveilu. Lögregla lýsir manninum sem mjög hættulegum og er fólk varað við að reyna að nálgast hann en hvatt til að hafa strax samband við lögreglu sjái það til strokufangans.

Grunaðir um að ætla með sprengjur í gosflöskulíki í flug

Átta íslamskir öfgamenn eru fyrir rétti í London, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk með því að lauma heimatilbúnum sprengjum í gervi gosdrykkja um borð í farþegaflugvélar sem flygju frá London til Bandaríkjanna og Kanada.

Haldið sofandi eftir gassprenginguna

Ungi maðurinn, sem brenndist alvarlega í gassprengingu í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri í gærmorgun, var í gær fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem honum er haldið sofandi. Hann hefur ekki verið yfirheyrður þannig að málsatvik liggja ekki fyrir. Tuttugu og sex gaskútar reyndust vera í húsinu og eru þeir að líkindum allir þýfi. Talið er að húsið sé ónýtt.

Kjarnfóður lækkar í verði

Stærstu innflytjendur kjarnfóðurs til landsins, Bústólpi og Lífland, hafa lækkað verð á kjarnfóðri um tvö til fimm prósent. Bændur segja þetta kærkomin tíðindi sem slái aðeins á þörf fyrir hækkun á landbúnaðarafurðum.

Töluverð umræða um afnám eftirlaunalaga

Töluverð umræða varð um afnám eftirlaunalaganna sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Samkvæmt því eiga æðstu embættismenn og Alþingismenn að njóta sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn, en ekki forréttinda eins og núna.

Sjá næstu 50 fréttir