Innlent

Tónlistarhúsið tekið í notkun 2011

Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina verður líklega klárað á árinu 2011 ef áætlanir standast. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á þingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forveri hennar í ráðuneytinu fagnaði því að lausn hafi fundist á málinu og að húsið verði klárað. Þær bentu báðar á að 600 störf hangi á spýtunni og muni um minna á tímum eins og nú eru uppi.

Ráðherrann ítrekaði að ekki væri verið að auka á skuldbindingar ríkis og borgar við byggingu hússins. Það yrði hins vegar hægt á framkvæmdinni og aðeins unnið á dagvöktum. Þá sagði Katrín að lögð verði áhersla á að innlendir verkamenn komi að verkinu eins og hægt er.

Upphaflega var áformað að opna húsið á þessu ári eða í síðasta lagi í mars 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×