Erlent

Lögregla í vanda vegna múslimareglna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglukonur klæddar að hætti múhameðstrúarmanna.
Lögreglukonur klæddar að hætti múhameðstrúarmanna. MYND/NRK

Reglur múslima, um að ekki megi snerta einstakling af gagnstæðu kyni utan þeirra fjölskyldu, hafa vakið töluverðar umræður innan norsku lögreglunnar en þar starfa nú orðið nokkrar lögreglukonur sem játa múhameðstrú.

Þykir það alls ekki nógu heppilegt við lögreglustörf, að lögreglan megi ekki koma við viðskiptavini sína, til dæmis þá sem verið er að handtaka. Talsmaður samtaka múslima í Noregi segir að gera verði málamiðlun og leggur til að múhameðstrúarkonum í lögreglunni verði leyft að snerta karlmenn séu þeir einar á vettvangi en annars verði aðrir lögregluþjónar helst að sjá um snertinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×