Fleiri fréttir

Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega

Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi

Titrarar seldir á hálfvirði

Framleiðendur leiktækja ástarlífsins fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum frekar en önnur fyrirtæki. Afurðalán eru ekki veitt.

Bankarnir bregðast í útlánum

Norsku viðskiptabankarnir hafa ekki orðið við beiðni seðlabankans um að auka útlán sín. Þvert á móti hafa þeir hert útlánareglur til muna.

E-töflur og kókaín á Akureyri

Síðastliðinn mánudag handtók lögreglan á Akureyri tvo menn á þrítugsaldri grunaða um fíkniefnamisferli og hafði annar þeirra í fórum sínum 5 grömm af kókaíni. Hinn maðurinn var grunaður um að hafa stundað fíkniefnasölu á Akureyri og við húsleitir hjá honum fundust 500 e-töflur og um 55 grömm af kókaíni til viðbótar.

Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram

Samninganefndir Vinstri grænna og Samfylkingarinnar komu saman að nýju klukkan hálftvö eftir hádegishlé. Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, kom korteri síðar en hún sagðist þá hafa fundað með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í hádeginu auk fleiri aðila sem hún vildi ekki nafngreina.

Rússar sagðir ætla að fresta flugskeytavörnum sínum

Útlit er fyrir þýðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa eftir forsetaskipti vestanhafs. Rússar eru sagðir ætla að fresta flugskeytavörnum sínum þar sem ný Bandaríkjastjórn hafi uppi breytta stefnu í eldflaugavörnum í Austur-Evrópu.

Lokað vegna hagræðingar í rekstri

Markmiðið með lokun á skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn er að spara í rekstri til að eiga aukið fé í kynningarverkefni.

Lögreglumaður enn frá störfum

Lögreglumaðurinn sem fékk stein í höfuðið í mótmælum við Alþingishúsið í síðustu viku er ekki enn kominn til vinnu, segir Stefán Eiríksson

Sendifulltrúi Obama mættur til miðausturlanda

Sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar kom til Egyptalands í morgun til fyrsta fundar um hvernig koma megi aftur í gagn friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Strax að loknum fundi hélt hann til Ísraels. Í nótt gerðu Ísraelar aftur árásir á Gaza-svæðið þrátt fyrir vopnahlé.

Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar

Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur.

Múslimar ósáttir við reykingabann

Múslimar í Indónesíu eru æfir yfir trúarlögum sem æðstuprestar þar í landi settu um helgina á reykingar. Ulema-ráðið, æðsta trúarráð landsins setti fatwa-lög sem banna reykingar barna og þungaðra kvenna og reykingar á opinberum stöðum.

Búist við stjórnarskiptum á föstudaginn

Góður gangur er í stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna og er fastlega búist við því að málin klárist á föstudaginn. Fundarmenn tóku sér hlé á viðræðum í hádeginu en Steingrímur J. Sigfússon segist bjartsýnn á að málefnasamningur liggi fyrir seint í kvöld eða á morgun.

Kyrrsetning eigna stangast á við stjórnarskrá

„Ég held að ef að það eigi að fara í einhverjar svona aðgerðir að þá þurfi það náttúrlega að vera löglegt. Eins og þetta er sett fram núna að þá held ég að það brjóti í bága við stjórnarskrána," segir Höskuldur

Keyptu lúxusjeppa fyrir neyðaraðstoð

Um 87 þúsund manns létu lífið í jarðskjálftanum sem varð í Sichuan héraði í Kína í maí á síðasta ári. Milljónir manna misstu heimili sín og hafa þurft að hafast við í tjöldum síðan.

Félag um foreldrajafnrétti fagnar áliti umboðsmanns

Félag um foreldrajafnrétti fagnar því að Umboðsmaður barna taki loks afstöðu til einstaks máls með því að rita dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar um flengingar og farið fram á að lögum verði breytt. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Tugir milljóna missa vinnuna á árinu

Alþjóða vinnumálastofnunin segir að í versta falli geti fimmtíu og ein milljón manna misst vinnuna á heimsvísi fyrir lok þessa árs.

Guðmundur Steingrímsson vill fyrsta sætið í NV-kjördæmi

Guðmundur Steingrímsson hefur ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem er birt á fréttavefnum Feyki. Guðmundur er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins.

Danskir húseigendur á vonarvöl

Tífallt fleiri Danir eru nú tæknilega gjaldþrota vegna húseigna sinna en fyrir einu og hálfu ári. Þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau.

Harry Potter býður dætrum Obama til Hogwarts

Dætrum Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur boðist einstakt tækifæri til að hitta eilífðargaldrastúdentinn Harry Potter og fara með honum í skoðunarferð um Hogwarts-galdraskólann.

Eins árs frestur til lokunar Guantanamo eina vitið

Lokun fangabúðanna við Guantanamo-flóa á Kúbu er nauðsynleg og eins árs frestur sem Barack Obama Bandaríkjaforseti gaf til þess er að öllum líkindum eina færa leiðin í stöðunni.

Nýjustu heimsendaspár miðast við 2012

Framsýnir menn munu sleppa jólagjafakaupunum eftir fjögur ár því nú þykir margt benda til þess að heimsendir verði rétt fyrir jólin 2012, nánar tiltekið 21. desember.

Hugðist brenna lík í ofni fyrir dýrahræ

Breskur framkvæmdastjóri er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína til 14 ára og sagt fimm börnum þeirra hjóna að hún hefði hreinlega látið sig hverfa. Þá hafi hann reynt að fá félaga sinn til að brenna lík hennar í brennsluofni fyrir gæludýrahræ en ekki tekist.

Miðaldra nauðgari á amfetamíni og Viagra

Tæplega fimmtugur Dani er nú fyrir rétti í Óðinsvéum, grunaður um að hafa haldið 26 ára gamalli konu fanginni í sjö klukkustundir og misnotað hana kynferðislega í desember árið 2007.

Óttast afturhvarf til áttunda áratugarins

Fjöldi Bandaríkjamanna óttast að þjóðin sé á leið inn í nýja kreppu á borð við þá sem hófst haustið 1929. New York-búar óttast þetta síður, en þeirra ótti beinist að því að ástandið verði líkt því sem það var á áttunda áratug 20. aldarinnar.

Drengir á fermingaraldri brutust inn í fiskbúð

Lögregla handtók 14 ára pilt eftir að hann hafði brotist inn í fiskbúð við Sogaveg í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Félagi hans komst undan. Lögregla hafði samband við foreldra piltsins og barnaverndaryfirvöld.

Gömul frétt í Kastljósi

Kastljós Ríkissjónvarpsins ræddi í gærkvöld við Kristinn Hrafnsson fyrrverandi fréttamann úr Kompás. Þar sagði Kristinn frá lánveitingum Kaupþings til viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz. Í umfjöllun Kastljóssins var sagt frá því að þáttur Kompás um þetta mál hefði verið fullunninn og tilbúinn til birtingar þegar öllum starfsmönnum Kompás hafi verið sagt upp og þátturinn tekinn af dagskrá. Þeirri spurningu var varpað fram að þátturinn hefði verið lagður niður til að koma í veg fyrir birtingu fréttarinnar.

Flokksráðsfundur VG ályktar

Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er nýlokið. Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun einróma:

Verðandi ríkisstjórn með 18,2% fylgi

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir þá mótmælendur sem hæst höfðu ekki hafa haft neinn áhuga á lýðræði eða skoðunum þjóðarinnar. Hann bendir á að ríkisstjórn Samfylkinar og VG hafi 18,2% fylgi þjóðarinnar samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

Reykur í undirgöngum á Seltjarnarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að reykur bærist frá undirgöngum á Setljarnarnesi nú fyrir stundu. Slökkvibíll var sendur á vettvang en um er að ræða minniháttar eld að sögn slökkviliðsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að lítið væri að frétta frá kvöldinu að reyknum undanskildum.

Segja hvalveiðar skaða ímynd Íslands

Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) lýsir fyrðu sinni og vonbrigðum með þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar fráfarandi sjávarútvegsráðherra að gefa nú í morgun út reglugerð um stórfelldar veiðar á hrefnu og langreið til næstu 5 ára.

Flokksráð VG fundar á Grand Hótel

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verður haldinn klukkan 20.30 í kvöld, þriðjudaginn 27. janúar. Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík.

Röskva hvetur nýja ríkisstjórn til þess að hlusta á stúdenta

Röskva, Samtök félagshyggju fólks við Háskóla Íslands segir ráðamenn ítrekað hafa hundsað kröfur námsmanna um að styrkja stoðir þjóðarinnar með því að huga betur að hugviti og fjölbreyttri menntun. Samtökin segjast ekki munu una því að næsta ríkisstjórn skelil skollaeyrum við kröfum og óskum íslenskra stúdenta.

Áherslur Samfylkingarinnar í viðræðunum við VG

Breytingar á stjórn Seðlabankans, bjargráðasjóður fyrir heimilin, sem meðal annars er fjármagnaður af auðmönnum, og kosningar 30. maí er meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri Græna.

Byrjuð að pakka niður í menntamálaráðuneytinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi menntamálaráðherra segist vera byrjuð að pakka niður í ráðuneyti sínu. Þar hafi ekkert farið í tætarann enda sé allt á hreinu. Þetta sagði Þorgerður í Íslandi í dag fyrir stundu. Hún sagði ljóst að enginn málefnanlegur ágreiningur hefði verið á milli ríkisstjórnarflokkanna og samstarfið hefði steytt á kröfu Samfylkingarinnar um stól forsætisráðherra. Málið snúist ekki um sína persónu. Hún óskar Jóhönnu Sigurðardóttur velfarnaðar í komandi starfi.

Líklegt að kynjahlutfall verði jafnt í ríkisstjórn

Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta. Þá er útlit fyrir að í fyrsta skipti í sögunni verði jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórninni. Til greina kemur að sérfræðingar utan þings taki sæti í ríkisstjórninni.

Segir sjávarútvegsráðherra misnota valdheimildir

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtakanna vandar Einari K. Guðfinnssyni fráfarandi sjávarútvegsráðherra ekki kveðjurnar. Einar gaf út veiðiheimildir fyrir hrefnur og langreyðar til næstu fimm ára í morgun, samtals 150 hrefnur. Árni bjóst við að Einar gæfi kannski út heimildir fyrir 20 hrefnur en þetta kom honum á óvart. Spilling og misnotkun á valdi segir Árni.

Fundi lokið í Alþingishúsinu - málefnahópar hittast í kvöld

Fundi forystumanna VG og Samfylkingar um myndun ríkisstjórnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan tvö í dag er lokið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu við fréttamenn að fundi loknum en næsti fundur er áætlaður í fyrramálið. Í kvöld verður hinsvegar unnið í starfshópum á vegum flokkanna. Á þeim mátti skilja að viðræður hefðu gengið vel í dag en þau vildu ekkert gefa upp um skipun í ráðherraembætti.

Gefur út veiðiheimildir fyrir hrefnur og langreyðar

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði á árunum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir.

Tamílar að tapa stríðinu

Stjórnarherinn á Sri Lanka virðist vera að brjóta her Tamíl tígra á bak aftur eftir tuttugu og fimm ára borgarastríð. Yfir sjötíu þúsund manns hafa fallið í valinn í þessu stríði.

Sjá næstu 50 fréttir