Erlent

Danskir húseigendur á vonarvöl

Óli Tynes skrifar

Tífallt fleiri Danir eru nú tæknilega gjaldþrota vegna húseigna sinna en fyrir einu og hálfu ári. Þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau.

Á öðrum ársfjórðungi árið 2007 þegar fasteignaverð byrjaði að lækka voru um tíuþúsund Danir í þessari stöðu. Þeir eru nú yfir 120 þúsund.

Danskur hagfræðingur segir að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. Það sé mjög erfitt fyrir þá sem séu tæknilega gjaldþrota að fá lán.

Svo séu þeir sem séu neyddir til þess af einhverjum ástæðum að selja og þarmeð virkja tapið.

Þeir skuldi meira en þeir fái fyrir húseignina. Það geti kostað fjárhagserfiðleika í mörg ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×