SUS: Samfylkingin var kvíslin sem brotnaði fyrst undan storminum 28. janúar 2009 09:30 Samband ungra sjálfstæðismanna harmar þá ömurlegu atburðarás sem orðið hefur til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun fara frá völdum, í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær. „Ljóst er að málefnalegur ágreiningur varð ekki til þess að fella samstarfið. Ótrúlega óskammfeilin kröfugerð Samfylkingarinnar á hendur Sjálfstæðisflokknum á síðustu dögum er augljós fyrirsláttur. Hið raunverulega markmið Samfylkingarinnar var að knýja fram stjórnarslit. Þetta gerist jafnvel þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi fallist á að boðað yrði til kosninga 9. maí. Það er forystu Geirs H. Haarde að þakka að tjónið af kerfishruni bankanna varð ekki meira en raunin hefur orðið. Með aðgerðum í kringum hrun bankanna var tryggt að eðlileg viðskipti gætu áfram átt sér stað í landinu og rask af völdum þessara hamfara var lágmarkað. Þetta skipti höfuðmáli fyrstu dagana eftir hrunið. Síðan hefur markvisst verið unnið að áætlunum um endurreisn fjármálakerfisins í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga og stofnanir. Traust tök Geirs H. Haarde á þeim stóru málum sem þurfti að bregðast við hafa verið þjóðinni til happs, en hafa verður í huga að umfang vandans er líklega án fordæmis í heiminum á friðartíma. Í þessu ljósi munu aðgerðir Geirs H. Haarde verða metnar þegar fram líða stundir. Sú taugaveiklun og ístöðuleysi sem Samfylkingin hefur sýnt á síðustu vikum er uggvekjandi fyrir íslenskt samfélag. Ástand þjóðmála er grafalvarlegt og heimurinn allur stefnir í alvarlega efnahagslægð. Við þær aðstæður verður mörgum órótt og stoðir samfélagsins svigna undan því álagi sem hvílir á einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Undir þessu álagi hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins staðið. Geir H. Haarde hefur sýnt að aldrei myndi hann skorast undan þeirri skyldu sem hann tók að sér sem forsætisráðherra og um heilindi hans hefur aldrei nokkur þurft að efast. Samfylkingin reyndist hins vegar vera sú kvísl sem fyrst brotnaði undan storminum þrátt fyrir að standa í miklu skjóli af forsætisráðherra. Á meðan forystumenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa unnið að uppbyggingu þá hefur stór hluti Samfylkingarinnar beint kröftum sínum í innbyrðis sundrungu og taugaveiklun. Því miður hefur Samfylkingin brugðist þjóðinni og sjálfri sér með þeirri tækifærismennsku og klækjum sem nú hafa hrakið þjóðina út í tilgangslaus stjórnarskipti og pólitíska óvissu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ráðrúm til að hefjast handa við að vekja enn á ný traust á að frelsi einstaklingsins til orðs og æðis sé hornsteinn mannvænlegs samfélags og að Ísland eigi að vera bæði frjálst og opið." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna harmar þá ömurlegu atburðarás sem orðið hefur til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun fara frá völdum, í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær. „Ljóst er að málefnalegur ágreiningur varð ekki til þess að fella samstarfið. Ótrúlega óskammfeilin kröfugerð Samfylkingarinnar á hendur Sjálfstæðisflokknum á síðustu dögum er augljós fyrirsláttur. Hið raunverulega markmið Samfylkingarinnar var að knýja fram stjórnarslit. Þetta gerist jafnvel þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi fallist á að boðað yrði til kosninga 9. maí. Það er forystu Geirs H. Haarde að þakka að tjónið af kerfishruni bankanna varð ekki meira en raunin hefur orðið. Með aðgerðum í kringum hrun bankanna var tryggt að eðlileg viðskipti gætu áfram átt sér stað í landinu og rask af völdum þessara hamfara var lágmarkað. Þetta skipti höfuðmáli fyrstu dagana eftir hrunið. Síðan hefur markvisst verið unnið að áætlunum um endurreisn fjármálakerfisins í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga og stofnanir. Traust tök Geirs H. Haarde á þeim stóru málum sem þurfti að bregðast við hafa verið þjóðinni til happs, en hafa verður í huga að umfang vandans er líklega án fordæmis í heiminum á friðartíma. Í þessu ljósi munu aðgerðir Geirs H. Haarde verða metnar þegar fram líða stundir. Sú taugaveiklun og ístöðuleysi sem Samfylkingin hefur sýnt á síðustu vikum er uggvekjandi fyrir íslenskt samfélag. Ástand þjóðmála er grafalvarlegt og heimurinn allur stefnir í alvarlega efnahagslægð. Við þær aðstæður verður mörgum órótt og stoðir samfélagsins svigna undan því álagi sem hvílir á einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Undir þessu álagi hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins staðið. Geir H. Haarde hefur sýnt að aldrei myndi hann skorast undan þeirri skyldu sem hann tók að sér sem forsætisráðherra og um heilindi hans hefur aldrei nokkur þurft að efast. Samfylkingin reyndist hins vegar vera sú kvísl sem fyrst brotnaði undan storminum þrátt fyrir að standa í miklu skjóli af forsætisráðherra. Á meðan forystumenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa unnið að uppbyggingu þá hefur stór hluti Samfylkingarinnar beint kröftum sínum í innbyrðis sundrungu og taugaveiklun. Því miður hefur Samfylkingin brugðist þjóðinni og sjálfri sér með þeirri tækifærismennsku og klækjum sem nú hafa hrakið þjóðina út í tilgangslaus stjórnarskipti og pólitíska óvissu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ráðrúm til að hefjast handa við að vekja enn á ný traust á að frelsi einstaklingsins til orðs og æðis sé hornsteinn mannvænlegs samfélags og að Ísland eigi að vera bæði frjálst og opið."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira