Erlent

Óseldir bílar hrúgast upp í Bretlandi

Óli Tynes skrifar
Bílar bíða útflutnings í South Shields í Bretlandi.
Bílar bíða útflutnings í South Shields í Bretlandi. MYND/AP

Breskir bílaframleiðendur eiga í miklum vanda eins og bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Þar hrúgast upp bílar sem ekki seljast.

Búist er við að Peter Mandelson viðskiptaráðherra kynni brátt hvernig ríkið hleypur undir bagga með verksmiðjunum.

Bílar eru um tíu prósent af heildarútflutningi Bretlands. Um 850 þúsund manns vinna við framleiðslu þeirra og mörghundruð hliðarfyrirtæki framleiða íhluti og varahluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×