Sendifulltrúi Obama mættur til miðausturlanda 28. janúar 2009 13:11 Sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar kom til Egyptalands í morgun til fyrsta fundar um hvernig koma megi aftur í gagn friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Strax að loknum fundi hélt hann til Ísraels. Í nótt gerðu Ísraelar aftur árásir á Gaza-svæðið þrátt fyrir vopnahlé. George Mitchell, sérlegur sendifulltrúi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, kom til fundar við Hosni Múbarak Egyptalandsforseta í Kaíró í morgun. Egyptar hafa lengi reynt að miðla málum milli Hamas-liða á Gaza og Ísraela. Mitchell fer nú milli aðila í deilunni til að kanna hvernig landið liggur. Hans verkefni er að koma friðarferlinu aftur af stað. Mitchell er þrautreyndur samningamaður en honum er þakkað friðarsamkomulagið milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Hann mun funda með Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna en ekki með fulltrúum Hamas. Árásir Ísraela hófust um miðjan dag í gær. Ísraelsher hefur sagt þær svar við vegsprengju sem herskáir Palestínumenn muni hafa komið fyrir en hún varð einum ísraelskum hermanni að bana og særði þrjá aðra. Sprengjum var varpað á Khan Younis í suðurhluta Gaza. Herlið og skriðdrekar voru einnig sendir inn á svæðið og til bardaga kom. Einn Hamasliði féll. Herliðið var kalla aftur frá Gaza þegar leið á daginn en síðan var sprengjum varpað á göng sem láu frá Gaza til Egyptalands. Smyglgöng til að flytja vopn segja Ísraelar. Ein af fáum líflínum til íbúa á Gaza segja Palestínumenn enda landamærin lokuð í rúmt eitt og hálft ár og lítið um að nauðsynjar komist til Gazabúa. Þrátt fyrir atburði gærdagsins segja Ísraelar vopnahlé enn formlega í gildi eftir þriggja vikna átök fyrr í mánuðinum sem kostuðu um þrettán hundruð Palestínumenn lífið, þar á meðal um fjögur hundruð börn. Á sama tíma féllu fjórtán Ísraelar. Talsmaður Ísraelsstjórnar segir hins vegar að Palestínumenn grafi undan vopnahlénu með aðgerðum gegn Ísraelum og það eigi ekki að koma þeim á óvart ef Ísraelar víki frá því til að verja sig. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar kom til Egyptalands í morgun til fyrsta fundar um hvernig koma megi aftur í gagn friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Strax að loknum fundi hélt hann til Ísraels. Í nótt gerðu Ísraelar aftur árásir á Gaza-svæðið þrátt fyrir vopnahlé. George Mitchell, sérlegur sendifulltrúi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, kom til fundar við Hosni Múbarak Egyptalandsforseta í Kaíró í morgun. Egyptar hafa lengi reynt að miðla málum milli Hamas-liða á Gaza og Ísraela. Mitchell fer nú milli aðila í deilunni til að kanna hvernig landið liggur. Hans verkefni er að koma friðarferlinu aftur af stað. Mitchell er þrautreyndur samningamaður en honum er þakkað friðarsamkomulagið milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Hann mun funda með Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna en ekki með fulltrúum Hamas. Árásir Ísraela hófust um miðjan dag í gær. Ísraelsher hefur sagt þær svar við vegsprengju sem herskáir Palestínumenn muni hafa komið fyrir en hún varð einum ísraelskum hermanni að bana og særði þrjá aðra. Sprengjum var varpað á Khan Younis í suðurhluta Gaza. Herlið og skriðdrekar voru einnig sendir inn á svæðið og til bardaga kom. Einn Hamasliði féll. Herliðið var kalla aftur frá Gaza þegar leið á daginn en síðan var sprengjum varpað á göng sem láu frá Gaza til Egyptalands. Smyglgöng til að flytja vopn segja Ísraelar. Ein af fáum líflínum til íbúa á Gaza segja Palestínumenn enda landamærin lokuð í rúmt eitt og hálft ár og lítið um að nauðsynjar komist til Gazabúa. Þrátt fyrir atburði gærdagsins segja Ísraelar vopnahlé enn formlega í gildi eftir þriggja vikna átök fyrr í mánuðinum sem kostuðu um þrettán hundruð Palestínumenn lífið, þar á meðal um fjögur hundruð börn. Á sama tíma féllu fjórtán Ísraelar. Talsmaður Ísraelsstjórnar segir hins vegar að Palestínumenn grafi undan vopnahlénu með aðgerðum gegn Ísraelum og það eigi ekki að koma þeim á óvart ef Ísraelar víki frá því til að verja sig.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira