Erlent

Tamílar að tapa stríðinu

Óli Tynes skrifar
Stjórnarherinn hefur mikla hernaðarlega yfirburði.
Stjórnarherinn hefur mikla hernaðarlega yfirburði.
Stjórnarherinn á Sri Lanka virðist vera að brjóta her Tamíl tígra á bak aftur eftir tuttugu og fimm ára borgarastríð. Yfir sjötíu þúsund manns hafa fallið í valinn í þessu stríði.

Tamíl tígrar berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta landsins.

Eftir árangurslausar friðarviðræður og vopnahlé sem runnu út í sandinn hvert af öðru ákváðu stjórnvöld á Sri Lanka að hefja stórsókn og hrekja uppreisnarmenn í sjónn.

Síðan hefur stjórnarherinn rekið Tamíl tígrana á undan sér og hertekið hvert vígi þeirra af öðru.

Síðastliðinn sunnudag var hertekin síðasta borgin sem Tamílar höfðu á valdi sínu. Her þeirra er nú innikróaður á litlum landskika nyrst í landinu.

Frá hernaðarlegu sjónarmiði virðist sem verið sé að gersigra tígrana. Hitt er svo annað mál hvort það dugar til að koma á friði.

Tígrarnir gætu sem best lagst í skæruhernað með sjálfsmorðsárásum og tilheyrendi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×